Skírnir - 01.01.1937, Qupperneq 234
232
Ritfregnir.
[Skírnir
fjórðungsómaga og héraðsfara um Breiðafjörð, og ferr svo fram,
unz hann var tólf vetra“, segir í Sturlungu. Honum er ennfremur
lýst svo í þeirri sögu, að „hann var heldur óvænn maður, nokkuð
kjötvaxinn, hærður vel og féll mjög hárið í lokka . . . Hann átti
fátt í fémunum, hross nokkur átti hann, og var óhraklegur að klæð-
um, eina fatakistu og* öxi mjög góða“. Þegar hann réðist seinna til
skips, hafði hann ekki þeirra hluta, veiðarfæri eða vistir, er siður
manna var að fá sér, og þótti þeim, sem hann vildi ráðast til. hann
hafa fólslega búið sína ferð. Seinna í sögunni er þess getið, að hann
var góður leikmaður og harðleikinn og ltappssamur.
Ur þessari stuttu frásögn í Þorgils sögu og Hafliða hefir
Gunnar Gunnarsson spunnið sögu sína. „Fátækasti maðurinn í
landinu kom gangandi eftir hlíðinni, þar sem birkikjarrið angaði.
Það var drengur. Sex ára drengur. Hann átti hvorki föður né
móður og ekkert heimili. Bræður og systur átti hann ekki heldur,
eins og annað fólk. Hann átti ekkert. En hann mátti fara barna
um, það var það furðulega. Hann mátti koma og fara hvar sem
hann vildi, rétt eins og biskupinn, það mátti hann. Og hann átti
sér nafn, hét Ólafur, Ólafur Hildisson. Það var nafn alveg eins og
önnur nöfn“ ... og þegar fólkið fór að hafa orð á því, að hann ætti
ekki annað en larfana, sem hann stóð i, þá þótti honum bað undar-
legt og sagðist eiga hóp af fuglum uppi i loftinu og þeir verptu
eggjum handa sér, margar berjalautir, og allar fjárgöturnar, læk-
ina og brekkurnar.
Þegar bornar eru saman. jafnvel fáar setningar, eins og þess-
ar, úr Sturlungu og Grámanni, heyrist munurinn á frásögninni,
fyrst og fremst munurinn á stilnum, á tóntegund frásagnarinnar.
Stíll Grámanns er ekki gamall sögustíll eða stæling hans, hvorki
um málfar né einstök orð, jafnvel þó að víða komi fyrir orð af ís-
lenzkum toga. En þau eru ekki nema að litlu leyti sérkennileg sögu-
orð, þau eru aðallega þessháttar áhrif á hinn danska orðaforða
G. G., sem einnig koma fyrir í öllum öðrum ritum hans og gera
mál hans sérkennilegt og oft þróttmikið og eiga sjálfsagt einhvern-
tíma eftir að verða rannsóknarefni málfróðra manna. Grámann
er því ekki fyrst og fremst endursögn á gamalli íslendingasögu, þó
að þangað sé efniviðurinn sóttur. Bókin er sjálfstæð lýsing á einni
af aukapersónum Sturlungu, einni af slíkum persónum, sem svo
mikið er af í sögunum og sögumennirnir hafa oft lýst í fáum, meitl-
uðum og ógleymanlegum orðum, en annars ekki hirt um að nota
út í æsar það söguefni, sem hefði getað verið fólgið í örlögum
þeirra, eða þá ekki skilið eðli þeirra og þá frásagnarmöguleika, sem
i því voru fólgnir. Ólafur Hildisson er ein af þeim persónum, sem
meira má lesa úr en höfundur Þorgils sögu og Hafliða hefir kært
sig um. Það hefir Gunnan Gunnarsson svo gert. Reyndar verður sa