Skírnir - 01.01.1937, Síða 235
Skírnir]
Ritfregnir.
233
Ólafur Hildisson, sem hann lýsir, nokkuð önnur persóna en sú, sem
Sturlunga segir frá, það er að minnsta kosti hægt að skoða hann
fi'á fleiri sjónarmiðum en einu, og G. G. má auðvitað hafa sitt. —
Hér er ekki unnt og ekki ástæða til að bera nákvæmlega saman frá-
sagnir Sturlungu og Graamands. G. G. lýsir Ólafi Hildissyni af
meiri samúð en hann nýtur í Þorgils sögu og Hafliða, einkum í
æsku hans og uppvexti, og fyllir upp í söguna. Örlög Ólafs Hildis-
sonar valda í Graamand úrslitaáhrifunum á reipdrátt þeirra Þor-
gils og Hafliða um metorð og völd. Öxin „mjög góða“, sem Sturl-
unga nefnir meðal fjármuna Ólafs, er í Graamand gefin honum af
Þorgilsi og „Ólafur tók feimnislega við henni og mjög varlega og
starði óttasleginn í beitta eggina. Hún var fyrsta vopnið, sem hann
hafði handleikið. Þorgils glotti við, þegar hann sá hvernig drengur-
inn greip um skaftið". Og þegar Ólafur var veginn, tók Þorgils
öxina aftur, ,,og kinkaði kolli: gott vopn, en Ólafur hefði aldrei átt
að eiga hana“, og Þorgils „fann það á sér, að með þessu hafði hann
eiginlega unnið hina löngu baráttu um það, að vera jafningi Haf-
liða“. Það er lengi hægt að deila um sjónarmiðin, þegar ort er út
af þekktum sögum, eða um þekktar persónur, sem mótazt hafa í
meðvitund manna, og íslendingar eru stundum óþarflega viðkvæm-
ir í þessum efnum. Mannlýsingarnar í Graamand eru aðalatriðið
°g þær eru góðar frá sögunnar eigin sjónarmiði, samtölin lipur og
skýr og leikni höfundarins mikil í því að tvinna saman sögubræð-
ina. Gunnar Gunnarsson er nú norrænn öndvegishöfundur og gagn-
tekinn af norrænni hugsun, þjóðlegur í anda, en söguskáld í alþjóð-
legu formi.
Vínlandsferðirnar, sem Guðm. Kamban hefir valið sér að
söguefni, eru forvitnilegt og glæsilegt yrkisefni, sigursaga beirra
manna, sem fundu nýja heimsálfu, raunasaga þeirra sömu manna,
sem ekki höfðu bolmagn til þess að fylgja eftir hinum æfintýra-
legu afrekum sinum. G. K. hefir áður samið merkilega skáldsögu
um söguleg efni, Skálholts-bálkinn, og svo er að sjá, að í honum sé
fólginn góður sagnfræðingur og ekki aðeins sagnaskáld, og það
svo, að eiginlega væri fróðlegt að sjá, hvernig honum tækist upp
við sannfræðilega en ekki skáldlega meðferð slíks efnis. Hann virð-
ist leggja kapp á það, að kynna sér söguefnin fræðilega, og fróð-
leikur hans brýzt stundum út úr böndum listrænnar frásagnar
hans. Þegar Leifur hefir gefið Vínlandi nafn, er sagt frá því, „að
til sé heimildarrit, sem bersýnilega blandi saman athugunum Leifs
°S annars síðara landkönnunarmanns, og víki þannig frá öllum
öðrum heimildum". Frá samningagerð Ólafs digra og íslendinga
er sagt sögulega og með ársetningu. í miðri ferðalýsingu, sem
reyndar er tekin nær orðrétt upp úr Eyrbyggju, kemur söguleg
Sreinargerð um sannfræði þriggja vísna eftir Björn Breiðvíkinga-