Skírnir - 01.01.1937, Qupperneq 236
234
Ritfregnir.
[Skírnir
kappa, og- er sag-t, að þær séu órækar upplýsingar um hug elskend-
anna og um Uppsalabardaga. Svo koma í lausmálsþýðingu, líkt og
í Skjaldedigtning (en sumt fallegra), vísur Björns, sem Eyrbyggja
hefir eftir honum, þegar Þóroddur keypti að Þorgrímu galdrakinn,
að hún skyldi gera hríðviðri að honum á heiðinni (Myndi Hlín of
hyg'gja o. s. frv.). Þetta gefur nokkura hugmynd um svip sögunn-
ar. Hún er á ýmsan hátt endursögn þeirra íslendingasagna, sem
fjalla um Vínlandsferðir, stundum teknir úr þeim heilir flákar
næstum orði til orðs, og ekki einlægt ljóst, hvar fræðin þrýtur og
listin hefst frá höfundinum sjálfum. Þarna er reynt að færa sam-
ani í eina heild í skáldlegan búning allt það, sem sögurnar vita um
Vínlandsferðirnar og tengja saman örlög þess fólks, sem við þær
sögur kemur, og fylla í eyður þeirra. Stíllinn er eklci heldur þarna
sögustíll, nema að litlu leyti, frásögnin er breið og þó greið og
fléttað inn lýsingum á ýmsum einkennum aldarfarsins, eða dóm-
um höfundar um ýmsa menn, t. d. Snorra goða. Frásögnin er oft
auðug og falleg, en noklcuð ójöfn, og vald höf. á efninu mikið. —
Kamban hefir sýnt það, að hann er ágætt söguskáld, bæði um sögu-
legan fróðleik og skilning, þó að þeir, sem kunnugir eru heimild-
um hans, sem víða eru óljósar, geti deilt óendanlega um ýmislegt
í þeim.
Þannig hafa menn deilt öldum saman um sögurnar og sögu-
persónurnar, og gömlu sögurnad hafa lifað m. a. einmitt af því, að
fólkið hefir lifað með í þeim sem raunhæfum veruleika, verið með
og móti því, sem gerðist, og haft samúð og andúð með persónunum,
ort sögurnar upp að vissu leyti í meðvitund sinni. Það er einkenni-
legt, að því er líkast að helgin á bókstaf sagnanna fari vaxandi
eftir því, sem sagt er (með réttu eðai röngu), að lestur þeirra fari
minnkandi. Þess vegna heyrast menn iðulega amast við því, að
yrkisefni séu nú tekin úr sögunum, rétt eins og þetta væri einhver
nýjung. En sögurnar hafa verið ortar upp öldum saman, heilar eða
brot úr þeim. Það sýna margar gamlar rímur og ný kvæði. Það er
aðeins vottur um auðlegð íslendingasagna, vottur um raunveruleik-
ann í lifi þeirra og máttinn í list þeirra, hversu mörg ný efni leyn-
ast í þeim, síung.
Skáldsögurnar, sem hér hafa verið nefndar, fara nokkuð sína
leiðina hvor um notkun heimildarsagnanna. Graamand er tilraun
til þess að spinna langa sögu úr litlum þætti, Vínland tilraun til
þess að fella marga þætti í eina sögu. Hvorutveggja eru eftirtektar-
verð og sjálfstæð verk. Menn skyldu þar fyrir ekki gleyma hinu,
að það, sem ort er út af íslendingasögum og um þær, getur ekki og
á ekki að koma í stað þeirra sjálfra. Þær standa eftir sem áður í
fjölbreytni síns lífs og glæsileik síns forms. V. Þ. G.