Skírnir - 01.01.1937, Síða 237
Skírnir]
Ritfregnir.
235
Huida: Dalafólk. Reykjavík 1936.
Hulda er löngu þjóðkunnur höfundur fyrir kvæði sín og
smásögur. Síðasta verk hennar er stór skáldsaga, Dalafólk, lýsing
á gömlu íslenzku sveitalífi. Sagan er í senn ástasaga, og ef svo
mætti segja menningarsaga. Hún er lýsing á lífi og menntabrag is-
ienzks myndarheimilis og á hugsunarhætti fólksins bar. gömlum,
höfðinglegum og hreinum hugsunarhætti, frá bess heimilis :;jónar-
miði. Það er úrvalsfólk sveitalífsins, sólarmegin í sveitinni, efna-
lega og andlega, sem mest er frá sagt. Sagan er að bví leyti eftir-
tektarverð andstæða ýmsra annarra sveitalýsinga frá seinustu tím-
um, þar sem mest er að því gert að draga fram skuggahliðar sveita-
lífsins, og þar sem oft er lýst annað hvort vesalingum eða úrþvætt-
um nær eingöngu. Sjálfsagt hefir hvorutveggja verið til í sveit-
inni, myndarskapurinn og ræfilshátturinn, og eldri lýsingar ís-
lenzkra bólcmennta á sveitalífinu (t. d. hjá Jóni Thoroddsen, Jón-
■usi á Hrafnagili og Jóni Trausta) tóku að jafnaði tillit til hvors-
tveggja, þar sem það tíðkast nú meira að lýsa annað livort ljósinu
eða skuggunum og oft svo, að ýktur er raunveruleikinn, ekki sízt
skuggahliðarnar, sem mest er lýst, og verður stundum til listrænna
lýta. ,,Glansmyndir“ af sveitalífi og sveitasælu ýmsra tíma eru iíka
margar til, frá því að hófst hin rómantiska aðdáun á sveitanáttúr-
unni og bændalífi á sautjándu og einkum á átjándu öld, með þeim
stefnum, sem koma fram í íslenzkum bókmenntum, t. d. í ,,Bún-
aðarbálki, Atla og Arnbjörgu og seinna enn víðar. Samt voru bess-
ai' íslenzku sveitalífslýsingar að jafnaði raunhæfari frá upphafi
^11 ýmsar erlendar fyrirmyndir þeirra og drógu ekki fjöður yfir
slcuggahliðarnar. En þvi bregður fyrir í Dalafólki, að notuð séu
bstræn fegurðarmeðul, t. d. i lýsingu aðalpersónunnar, til þess að
íegra sveitina, þó að efalaust eigi lýsingarnar rót sína í reynslunni
■°g í minningu um höfðings- og menntaheimili, sem verið hafa til,
°g séu að því leyti athyglisverðar til samanburðar við hinar lúa-
iegri lýsingarnar. Frásögnin í Dalafólki er sumstaðar dálítið !ang-
áregin, en í henni er margt fallegt í hugsun og framsetningu og
blýlega skrifað. S'agan er upphaf á bálki og verður auðveldara að
skrifa um hann í heild, þegar honum er lokið og sér yfir alla sög-
una í einu. Það er mjög girnilegt viðfangsefni, að lýsa breyting-
Urn þeim, sem orðið hafa á íslenzku sveitalifi á umbrotaárum EÍð-
Ustu mannsaldra. F. fi. G.
Kristmann GuSmundsson: Lampen. Roman. Oslo 1936. Foi-
lagt av H. Aschehoug & Co. (W. Nygaard).
í skáldsögu þessarri lýsir höf. hinum djúpu, hálf-ómeðvita
öflum og ástríðum, sem leynast kunna í fylgsnum sálarinnar og
beyja oft harða baráttu við dagbjarta skynsemina og þá vilja-