Skírnir - 01.01.1937, Qupperneq 238
236
Ritfregnir.
[Skírnir •
strauma, sem á yfirborðinu renna. „Video meliora proboque, dete-
riora sequor",1) segir hið fornkveðna, og sú tvískipting hugans,
sem þar kemur í ljós, er eitt aðal-viðfangsefnið í „Lampanum“,
þó með þeim mun, að í sögunni verður dagsbirtan myrkrinu yfir-
sterkari. Höf. er ljóst, að gott og illt er vandlega samanofið í eðli
manna og oft erfitt að greina þá þætti í sundur. Allir erum vér
margþættir, og einkum í ástinni koma fram ólíkir straumar, •—
likamleg hvöt og háfleygir draumórar. Ályktarorð bókarinnar um
ástina eru þessi: „Livet hadde gitt henne en dyrebar og fullkom-
men gave, kjærligheten, den mátte hún ikke forráde. Om den
gjemte legemlig lyst og begjær, — det visste hun nu, — da eide
den ogsá noget hellig og ulcrenkelig, skjært som det hvite lampe-
lyset, det eneste rene i verden“. Þetta eru þýðingarmikil orð, eink-
um þegar þau koma frá skáldi, sem hefir í bókum sínum lagt mikla
rækt við að lýsa hinni holdlegri hlið ástarinnar.
Sagan gerist öll á skömmum tíma á afskekktum sveitabæ á
Islandi. Það er vetur, og hugir mannanna bogna undir öllu því
fargi, sem á þá leggst. Vetrar-stemningunni er mjög vel lýst, t. d.
bið fólksins eftir bylnum, sem kemur að lokum með þeim krafti,
að allt ætlar ofan að keyra. Manni finnst eins og aldrei muni
vora aftur.
Höf. er snillingur i því, að gefa í skyn, — segja ekki berum
orðum, heldur láta lesandann skilja hálfkveðna vísu. Merkileg eru
einnig þau tákn eða þær líkingar, sem persónur sögunnar finna
og nota ósjálfrátt til að tákna hugarástand sitt, t. d. sinu-eldurinn
og brunasvæðið eftir hann, sem Hrefnu, söguhetjunni, verður svo
tíð-hugsað til.
Bókin er gjörhugsuð og þrungin því seiðmagni, sem grípur
hugann föstum tökum. Hún er með beztu bókum höfundarins.
Jakob Jóh. Smári.
Ranka Knudsen: Thoras sommerferd i sagaland. Oslo 1936.
(Aschehoug).
Þessi bók er ferðasagaj frá íslandi í skáldsöguformi. Hún er
fjörugt rituð og af velvilja í garð okkar íslendinga, þótt að vísu
sé glöggt gests augað og höf. sjái að vonum ýmsa annmarka á
landi og þjóð. Raunar er ef til vill ekki takandi mikið mark á svo
stuttri viðkynningu, sem hér er um að ræða, en alltaf er þó gaman
að sjá þjóð sína, sjálfan sig, eins og hún lítur út fyrir sjónum út-
lendinga, sem koma hér og kynnast henni eitthvað. Höf. miklast
mjög auðnin og víðáttan hér á landi, og er auðsætt, að hún er
borgarbúi og i borg upp alin, því að nóg er af slíku í Noregi utan
1) Eg sé hið betra og fellst á það, en fylgi hinu lakara.