Skírnir - 01.01.1937, Qupperneq 240
238
Ritfregnir.
[Skírnir
(í Heimskr.) við Ásbjörn Selsbana opna útsýni langt aftur fyrir
nútíðina á einkenni ættar hans: „Minna vitið þér af konungs ríki
Háleygir, en vér Rygir; en örorðr muntu heima vera; áttu ok okki
langt til þess at telja“, o. s. frv. Þannig mætti lengi rekja, ef
rúm væri til.
Eitt aðaleinkenni á stíl Snorra er hlutleysi hans, orðfæð og
varúð. Hann lýsir ekki út frá sínu sjónarmiði, heldur setur sig í
spor þátt-takenda eða áhorfenda að atburðunum, — lýsir aðeins
hinu skynjanlega og ætlar lesendunum að geta í eyðurnar, tygg-
ur ekki í þá. Þetta einkenni er sameiginlegt Heimskringlu og hinum
betri íslendingasögum, en ólíkt öðrum konungasögum.
Hin snjöllu orðatiltæki í samtölum Snorra eru alkunn. Þau
verða oft stórkostleg (monumental), — fela í sér heilan heim vilja
og tilfinninga. Hversu mikið felst til dæmis í orðum Ólafs konungs
Tryggvasonar um Eirík jarl Hákonarson og lið hans á undan Svold-
ar-orustu: „Hann mun þykjast eiga við oss skaplegan fund, ok oss
er ván snarprar orrostu af því liði; þeir eru Norðmenn, sem vér
erum". Frændur vorir Norðmenn hafa stundum fengið orð fyrir að
vera nokkuð miklir á lofti, og í þessari setningu kemur Ólafur
konungur fram sem fullkominn Norðmaður að bessu ieyti. Setn-
ingin ljómar blátt áfram af stolti hans og metnaði. Það er eitthvað
hnarreist yfir henni. Vér sjáum í anda hinn glæsilega her Norð-
manna, albúinn til vigs við jafnoka óvin. Og með orðunum „skap-
legan fund“ er birtu brugðið yfir fortíðina, þann hlut, sem Ólafur
konungur átti í dauða Hákonar. föður Eiríks jarls.
Ræður þær, sem Snorri semur, bera vitni um vitsmuni hans,
hvort sem þær eiga að lýsa persónum, pólitísku ástandi eða þær
eru ræður á undan orustum, en einkanlega í orusturæðunum koma
takmarkanir hans í ljós, — of mikil varfærni, of mikið hilc, of mik-
il íhygli. Orusturæður hans eru þrungnar viti, en vantar allan
hvatningar-eldmóð. Sést þetta bezt, þegar þær eru bornar saman
við ræðurnar í Sverris-sögu; Sverrir konungur hefir áreiðanlega
verið meiri hershöfðingi af náttúrunni eða að upplagi en S'norri,
eins og hann líka varð í reyndinni. Ræður Sverris hafa. líka verið
haldnar raunverulega að meira eða minna leyti, oft við erfiðar að-
stæður, en ræðurnar hjá Snorra eru samdar af vitrum manni eftir
dúk og disk, og er því von, að einkenni þeirra séu ólík.
í sambandi við það, sem áður er getið, um andstæðurnar í
lýsingum Snorra, má minnast á það, að hann setur einatt hug-
sjónamanninn og eigingjarna manninn hlið við hlið: Ólafur helgi
og Haraldur harðráði, — líkt skaplyndi, ólíkar hugsjónir, — kóng-
arnir Hringur og Hrærekur og meira að segja Gauka-Þórir og
Afrafasti sýna þetta greinilega. Afrafasta er sama, með hverjum
hann berst, ef hann fær aðeins svalað bardagalöngun sinni, en