Skírnir - 01.01.1937, Síða 241
Skírnir]
Ritfregnir.
239-
Gauka-Þórir vill veita þeim, sem er fáliðaðri, — hann er, af veik-
um mætti, .hugsjónamaður.
Tveir eru þeir flokkar manna, sem Snorri lýsir af sérstakri
alúð. Það eru bændahöfðingjarnir (t. d. Ásbjörn af Meðalhúsum
og Þorgnýr lögmaður) og spekingarnir (t. d. Sigurður sýr, Rögn-
valdur jarl o. fk). Þar sér maður, í hvaða átt draumar og lang-
anir Snorra hafa gengið. Hann var jafningi þessarra stórbænda
um ætt og virðingar, og það er honum ánægja að gæða þá þeim
eiginleikum, sem honum, meðvitandi eða óafvitandi, fannst sig
skorta mest, — þrek, festu og óbifanlegan myndugleik. Inn í eðli
spekinganna hefir Snorri getað lagt meira af sjálfum sér, og vér
finnum hjá þeim varúð hans og varfærni, fegrað og laust við
».eljanleysi“ það og „þrekleysi", sem einatt einkenndi Snorra.
Það kvenfólk, sem Snorri lýsir einna helzt og leggur mesta
rækt við, eru hinar „stórráðu" konur, sem eggja menn sína og ætt-
ingja til dáða og hefnda. Snorri hefir sjálfsagt orðið að þola
ruarga brýningina af vinkonum sínum í Reykholti, er hann lét tím-
ann renna frá sér við yfirveganir fram og aftur, og mörg eggjan-
arorð um það, að ekki væri nóg að vera „spekingr mikill, vitr
maðr ok stilltr vel“, ef manndóm og karlmennsku vantaði.
Ýms fleiri atriði mætti taka til athugunar, sem við koma
stílnum í þrengri merkingu, en hér skal nú staðar numið, og hafi
höf. þökk fyrir þessa ágætu og prýðilegu bók.
Jakob Jóh. Smári.
Nordmennenes historie i förkristen tid av Gustav Heber.
Oslo 1936.
Rit þetta er aðallega samið út frá þjóðréttarlegum sjónar-
Wiðum eða fjallar með öðrum orðum um réttarfarslega afstöðu
ríkjanna (fylkjanna, héraðanna) í Noregi í heiðni. Höf. byrjar á
^nnflutningi hins norræna kyns til Skandínavíu (Noregs) laust eft-
ir síðustu ísöld (um 5—8000 árum f. Kr.), en gleymir alveg að
núnnast á, að þá hafa þegar búið á (eða reikað um) vesturströnd
Noregs menn af öðru kyni (dökkir, lágir stutthöfðar), sem enn
sér merki til þar í landi. Hefði þó verið hin mesta nauðsyn á að
rannsaka sambúð þessara kynflokka gegnum aldirnar og hvaða
áhrif skipti þeirra kunna að hafa haft á sögu Norðmanna í heiðni
°g stjórnarfarslega þróun þeirra. Mér dettur t. d. í hug, hvort ekki
geti hinn mikli fjöldi höfðingja (víkingakonunga, nesjakonunga
°- s. frv.), sem höf. segir réttilega að hafi morað af „frá Sólskel
til Rygjarbits“ (bls. 95), í mótsetningu við ástandið annarsstaðar
í Noregi, hafa stafað af því, að þar settust norrænir menn að í
ia.ndi annarlegs kynflokks, sem gerður var að þrælum og leiglend-
ingum. Einhverskonar þjóðveldi (það, sem höf. kallar „bonderepu-