Skírnir - 01.01.1937, Síða 243
Skírnir]
Ritfregnir.
241
engan boðskap að flytja oss nútímamönnum. Aðrir, t. d. dr. Guðm.
Finnbogason, hafa verið þeirrar skoðunar, að hún hefði gildi (að
nokkru leyti a. m. k.) einnig fyrir nútímamenn, og hafa t. d. bent
á hið forna drengskapar-hugtak sem mikilvægt og merkilegt, einn-
ig fyrir nútiðinaj og að langt sé frá því, að það sé úrelt.
Dr. W. Gehl hallast að hinni síðarnefndu skoðun. Hann lít-
nr svo á, að „sæmdin“ og „orðs-tírinn“ sé sá möndull, sem allt
sálarlíf fornmanna hafi snúizt um. Þetta er aðallega samfélagslegt
(socialt) viðhorf, því að litið er nær eingöngu til annarra um mat-
ið á framkomu einstaklingsins. Dómur meðbræðranna ræður úrslit-
um. Því er og lífið sjálft stöðugur mannjöfnuður. En smátt og
smátt slær „sæmdinni“ inn, ef svo má að orði kveða. Drengskapar-
hugmyndin verður til, — fegursti blóminn í sálarlífi fornmanna.
Þar er viðhorfið orðið einstaklingslegra, dómarinn kominn inn í
hugskot mannsins sjálfs, — orðinn samvizka, þó að það orð sé
ekki til í heiðni. Og þar er maðurinn metinn eftir innra gildi sínu
eingöngu, en ekki eftir ytri sæmd eða virðingum. „Drengur góð-
U1'“ getur hver frjálsborinn maður, — og meira að segja þræl-
an líka, — verið, og ekkert sýnir betur en þetta, hversu innileg
drengskapar-hugmyndin er orðin, þegar athuguð er óvirðing sú,
sem í fornöld hvíldi á ánauðugum mönnum. Og þó að höf. minn-
ist varla á það, þá er bæði „riddaraskapur" miðaldanna og hin
enska hugmynd um „fairness“ eða „fair play“ náskyld dreng-
skapar-hugmyndinni og líklega af sömu rótum runnin.
Höf. segir réttilega, að kirkjunni hafi ekki dottið í hug að
herjast gegn sæmdar- og drengskapar-hugmyndinni, heldur aðeins
Segn „superbia“ (ofdrambi) og „vana gloria“ (hégómadýrð), og
hafi hún beinlínis tekið sæmdarhugtakið upp í kerfi sitt („honest-
Urn“). pví að, eins og hann segir, „die drengskapr-Idee hatte an
sich schon manchen Beriihrungspunkt mit christlichen Gedanlcen-
hreisen, obwohl sie aus völlig anderen Voraussetzungen erwachsen
War“, (drengskapar-hugtakið átti í sjálfu sér margt sameigin-
legt við kristilegar hugmyndir, þótt það væri af allt öðrum toga
sPunnið).
Bókin er rituð af þýzkri nákvæmni og kostgæfni og heimild-
hdirnar vel og samvizkusamlega notaðar. Hún ber greinilegt vitni
Uín hinn mikla áhuga fyrir norrænum, einkanlega íslenzkum, fræð-
uni á Þýzkalandi og um það, með hve mikilli alvöru menn ganga
að rannsókn þeirra fræða. — Hún er tiltölulega létt og skemmti-
^ega slcrifuð, og vil ég mæla með henni við unnendur íslenzkra
^ræ®a. Jakob Jóh. Smári.
16