Skírnir - 01.01.1937, Síða 246
244
Ritfregnir.
[Skirnir
samin á dönslcu, og má vera, að ýmsum þyki miður, að fá ekki rit-
gerðina með frágangi höfundarins. Flestir beir, sem á annað borð
lesa slika ritgerð, mundu hafa haft full not af henni, þótt hún hefði
ekki þýdd verið. En hvað um það, félagið hefir hér gert lofsverða
tilraun til að greiða ögn af þeirri ógrynnisskuld, sem á þjóð vorri
hvílir við minningu eins af beztu sonum hennar.
í öðru bindi af safni þessu eru ritgerðir ýmsar. Guðni :nag.
Tónsson, ritstjóri safnsins, ritar hér um Landnám Ingólfs. yfirlit
um þá menn, er fyrstir byggðu í takmarki þessu. Er sú ritgerð skipu-
lega samin og hin greinarbezta. Ólafur próf. Lárusson ritar um
byggðarsögu Seltjarnarness. Iíefir próf. Ólafur með ýmsum rann-
sóknum sínum um slík efni lagt drjúgan skerf til byggðarsögu
vorrar, og er það allt vel og röksamlega af höndum greitt. Finnur
próf. Jónsson ritar um Engey og Laugarnes, yfirlit um sögu þess-
ara jarða, fróðlega grein. í 2. h. II. bd. ritar Ólafur Lárusson um
Árland, þ. e. Árbæ í Mosfellssveit. Heftið endar á upphafi af i'it-
gerð um Kjósarsýslu eftir Björn hrstj. Björnsson í Grafarholti. —
Af III. bd. er 1. h. prentað. í því verða birtar sýslu- og sókna-
lýsingar. Hefst það á hinni merkilegu lýsingu Ölfushrepps ::rá
1703, eftir Hálfdan Jónsson lögréttumann á Reykjum. Lýsing bessi,
sem er elzta héraðslýsing á íslenzku, er áður útgefin í Andvara
1936. — Þá koma sýslu- og sóknalýsingar, og er ætlazt til, að hér
verði birt allt slíkt, er við kemur landnámi Ingólfs. Meginstofninn
í safni þessu verða sóknalýsingar þær, er samdar voru um 1840 að
atbeina Bókmenntafélagsins. Margar þessar sóknalýsingar eru :;tór-
um fróðlegar og mun ýmsum þykja gaman að lesa þær nú, eftir
rétta öld að kalla má.
Þess er ekki kostur hér að rita nánar um ritgerðir bessar.
Þær verða eflaust kærkominn lestur mörgum mönnum, sem unna
sögufræðum, og þeir eru margir. Hitt er annað mál, hvort ekki
hefði verið betur til fallið, að láta rita sögu landnáms Ingólfs, er
studd væri þessum gögnum öllum, og að öllu sem bezt vönduð.
Það verk er jafn-nær, þótt gögn verði prentuð, og má þetta kallast
gagnslítið verk frá því sjónarmiði. En hvað slcal segja, meðan
þjóðin lætur sér lynda, að eiga enga sögu, sem það nafn sé gefandi,
er ,,landnámsmönnum“ Ingólfs varla láandi, þótt þeir leggi ekki
beinna á brattann en hér er gert.
Þegar félagið Ingólfur hefir lokið að prenta þennan fróð-
leik um landnám Ingólfs, mun horfið að því að birta rannsóknir
einstaki-a sögulegra viðfangsefna, líkt og nú er þegar byrjað á, en
um slíkt er alltaf meira vert en prentun svokallaðra heimilda. Það
er fagnaðarefni að sjá það, að í höfuðstað landsins og nágrenm
hans er nú vakinn metnaður og rækt við sögulegar minningar.