Skírnir - 01.01.1937, Síða 247
Skírnirl
Ritfregnir.
245
Þess sér og víðar vott, vott félagslegrar sjálfsvirðingar, sem er iífs-
nauðsyn hverri sjálfstæðri menningarþjóð, og í sjálfu sér höfuð-
skilyrði sjálfstæðis og menningar hvar sem er. Eða veit nokkur
til þess, að til muni vera nokkur þjóð undir þessa grein svo 'metn-
aðarsljó og sneydd sjálfsvirðingu, að hún láti sér lynda að eiga
enga ritaða sögu, að frátalinni söguþjóðinni íslendingum? Þ. J.
Guðm. Finnbogason: Mannfagnaður. Útgefandi ísafoldar-
prentsmiðja h.f. Reykjavík 1937.
Ef atkvæði væru greidd um það, hver mestur væri ræðu-
niaður hér á landi nú á tímum, myndi Guðm. Finnbogason vafa-
laust verða einn af þeim, er langflest atkvæði fengju. Mælska hans
°g orðsnilld er orðin þjóðkunn fyrir löngu, og um nokkra áratugi
hefir eftir fáum mönnum verið meira sókzt til ræðuhalda á mann-
fundum en honum. Þá hefir jafnan þótt vel séð fyrir undirbúningi
samkómu, er forgöngumenn hennar höfðu tryggt sér aðstoð hans,
sem ræðumanns.
Það er algengur siður, hér á landi eins og víða annarsstaðar,
að ræður séu haldnar í samsætum, og það þykir og æskilegt, að ein
r*ða eða fleiri séu á dagskrá á skemmtisamkomum fyrir almenning.
Úm allan þorrann af þessum tækifærisræðum rætist máltækið „fer
orð er um munn líður“, menn heyra þær einu sinni og gleyma þeim
fljótlega. Það er ekki nema örlítið brot af þeim, sem noklcum ama
kemst á prent. Er það og oft bættur skaði, en mörg andrík og
snjöll ræða, sem ætti skilið að geymast, hverfur þannig í djúp
Sleymskunnar. Eg býst við, að mörgum áheyrendum Guðm. Finn-
hogasonar, fleirum en mér, hafi oft komið það í hug, er þeir hafa
hlýtt á ræður hans, að skaði væri og eftirsjá að því, að þessi ræða
hans skyldi eigi geymast, óskað þess, að eiga þess kost, að lesa
r*ðuna, og það oftar en einu sinni. Nokkrar ræður hans hafa birzt
á prenti, í blöðum og tímaritum, en á þeim tvístringi eru þær með
öllu óaðgengilegar almenningi, en fjöldi af beztu ræðum hans hafa
fi'am að þessu hvergi birzt. En dr. Guðmundur hefir haft þann i;ið,
er hann hefir ásett sér, að flytja ræðu á mannfundi, eða verið
heðinn þess fyrir fram, að skrifa ræðuna áður, þótt hann síðan
flytti hana blaðalaust, og þannig hefir mikið af ræðum hans
Seymzt, og bókin Mannfagnaður hefir að geyma nokkurt úrval
af þeim.
í bókinni eru alls 52 ræður. Hafa þær verið fluttar á ýmsum
timum á árabilinu 1902—1936 og á ýmsum stöðum innan íands
°S utan. Þær hafa verið fluttar við margvisleg tækifæri og höf.
kemur þess vegna víða við í þeim. Hér eru ræður fyrir minni
kvenna, minni ættjarðarinnar, ræður um uppeldismál og íþróttir,
fyrir minni tiltekinna stétta (prentara) eða héraða (Rangárþing)