Skírnir - 01.01.1937, Blaðsíða 248
246
Ritfregnir.
[Skírnir
o. fl. Ef flokka ætti ræðurnar eftir efni, þá er stærsti flokkurinn
(um 20 ræður), ræður, sem fluttar hafa verið fyrir minni ýmsra
ágætismanna, skálda, listamanna og vísindamanna. Hefir dr. Guð-
mundur í þeim ræðum hyllt fagurlega marga þeirra manna, sem
mest andleg verðmæti hafa gefið þjóð vorri.
Eg hygg, að það sé ekkert oflof að segja, að í bókinni sé
engin ræða, sem ekki sé góð, og að flestar þeirra séu ágætar. And-
ríki höf., hugkvæmni hans og orðsnilld kemur þar hvarvetna fram.
Margar eru ræður hans gamansamar, bráðfyndnar og skemmtilegar.
En jafnframt er þar alvöru að finna, trú höf. á hið fagra, sanna og
góða, ást hans og aðdáun á því. Eg efast um, að dr. Guðmundur
hafi lýst sjálfum sér betur í nokkru af ritum sínum en í þessari
bók, þó honum sjálfum hafi fráleitt komið það til hugar. Vér, r.em
þekkjum hann, sjáum hann sjálfan í þessum ræðum hans, hinn and-
ríka, hugkvæma og drenglynda mann, sem hugsar rétt og vill vel
og er gæddur þeirri guðagjöf, að geta flestum mönnum betur klætt
hugsanir sínar í búning orðanna.
Áhrif ræðu eru undir tvennu komin, efni hennar og ílutningi.
Sumir menn geta samið ræður, sem eru ágætar að efni, en er r.vo
ósýnt um flutninginn, að þeir ná engum tökum á áheyrendum sín-
um. Öðrum er það gefið, að geta hrifið fjölmennan áheyrendahóp
með því seiðmagni, er felst í flutningi þeirra á ræðu, sem e. t. v. er
einskis virði að efni til. Því er það svo, að stundum, er vér lesum
ræður, er vér höfum hlýtt á með aðdáun, þá verðum vér fyrir von-
brigðum og þykir mun minna til hennar koma á prenti en af
munni ræðumannsins. Allir, sem hlýtt hafa á dr. Guðm. Finnboga-
son, munu játa það, að ræðuflutningur hans er frábærlega snjall.
Áhrifin af því tapast vitanlega, er vér lesum ræður hans. En eg
býst samt við, að svo fari fyrir mörgum, er lesa þessa bók, að þeir
gleymi því, jafnvel sakni þess eklíi. Ræður hans halda gildi sínu
þó þau áhrif glatist. Þær þola það hvorttveggja, að vera heyrðar
og að vera lesnar, og mætti hver ræðumaður óska þess sínum
ræðum til handa.
Útgefandinn, ísafoldarprentsmiðja h.f., hefir vandað frágang
bókarinnar hið bezta. Ritið er falleg bók, bæði að efni og útliti.
Ó. L.