Skírnir - 01.01.1937, Page 249
Skýrslur og reikningar
Bókmenntafélagsins árið 1936.
Bókaútzáfa.
Árið 1936 gaf félagið út þessi rit, og fengu þau þeir félags-
^nenn, sem greiddu lögákveðið árstillag til félagsins, 10 krónur:
Skírnir, 110. árgangur ............. kr. 12,00
Annálar 1400—1800, III., 4.......... — 3,00
Hannes Finnsson .................... •— 12,00
Samtals ..... kr. 27,00
Enn fremur gaf félagið út:
íslenzkt fornbréfasafn, XIII., 4...... kr. 6,00
Var það sent áskriföndum, er greiddu fyrir það kr. 3,00. •—
Sbr. enn fremur bókaskrá félagsins.
Aðalfundur 1937.
Árið 1937, fimmtudaginn 17. júní, kl. 9 að kvöldi, var aðal-
fundur Bókmenntafélagsins haldinn í lestrarsal Landsbókasafnsins.
I forföllum forseta og varaforseta, er báðin voru fjarverandi,
setti Einar Arnórsson hæstaréttardómari fundinn og stakk upp á
fundarstjóra præp. hon. Kristni Daníelssyni og var það samþykkt.
1. Þá tók til máls Einar Arnórsson og skýrði frá því, hverjir
hefðu verið skráðir dánir af félagsmönnum síðan á síðasta aðal-
fundi, en þeir voru þessir 13:
Eggert Benediktsson, bóndi, Laugardælum,
Eggert Briem, fv., hæstaréttardómari, Beykjavík,
Eyjólfur Jónsson, rakari, Eeykjavík,
Guðmundur Björnson, fv. landlæknir, Reykjavík,
Guðni Hjörleifsson, læknir, Vík í Mýrdal,
Hallgrímur Pétursson, bókbindari, Akureyri, ,
Jón C. F. Arnesen, konsúll, Akureyri,