Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Page 25
ALMANAK 1944
25
er það fagnaðarefni og nokkur sönnun þess, að enn lifir
í glæðurn þeirrar ættrækni og fróðleikshneigðar, sem var
heimanfylgja Islendinga, er vestur fluttust.
Islenzkir fræðimenn og unnendur íslenzkra fræða
beggja megin hafsins hafa og kunnað að meta gildi þess
starfs, er Ólafur vann með útgáfu Almanaksins og sér
í lagi með safni hans til landnámssögu Islendinga í Vest-
urheimi. I umræddri grein dr! Rögnvaldar er vitnað til
lofsamlegra ummæla þeirra Þórhalls biskups Bjarnarson-
ar, dr. Jóns Þorkelssonar fornskjalavarðar og dr. Sigurðar
Nordals um Alxnanakið og landnámssögu þá, er það hefir
flutt, og hníga umrnæli þeirra öll í þá átt, hve merkileg
og mikilvæg sú nýja Landnámabók sé fyrir eftirtímann.
Þá ritaði dr. Valtýr Guðmundsson iðulega og vinsamlega
um Almanakið í Eimreiðinni; hið sama hefir núverandi
ritstjóri hennar, Sveinn Sigurðsson, gert oftar en einu
sinni.
Prófessor Halldór Hermannsson hefir tekið í sama
streng í ritum sínum og ritgerðum. 1 grein um íslenzkar
rímbækur og almanök, er tileinkuð var hinum merka
danska Islandsvini Ejnar Munksgaard á fimmtíu ára af-
mæli hans (1940), farast Halldóri þannig orð: “I Winni-
peg hafa ýms íslenzk almanök verið gefin út, auðvitað
reiknuð eptir hnattstöðu þeirrar borgar. Merkast þeirra
er það sem Ólafur S. Thorgeirsson hefur gefið út síðan
1895, og er þar í rímstokknum getið viðburða úr sögu
Vestur-lslendinga, auk þess sem ritgerðir fylgdu um
íslenzkt landnám vestra, og eru þær mikilsverð heimild
fyrir landnámssögu þeirra þar.”
Þá hefir Almanakið eigi farið fram hjá jafn sannþjóð-
ræknum manni og vinveittum oss Vestur-lslendingum
og dr. Guðmundur Finnbogason er. 1 Skírni árið 1918
ritaði hann um 24. árgang þess á þessa leið: “Almanak
Ólafs S. Thorgeirssonar má telja með bestu og þörfustu
ritum, sem gefin hafa verið út á íslenzku vestan hafs.