Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Blaðsíða 30
30
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
og gekk á sveitarskólann þar nokkra vetur. Þar hófst þá
einnig reynzluskóli lífsins. 1 þeim skóla var námstíminn
langur, og fræðigreinarnar líkamlegt erfiði í öllum þeim
myndum sem búskapur frumbýlingsins krafðist. Ein-
hvern tíma gat Andrés þess í samtali við fréttaritara stór-
blaðsins Seattle Daily Times að á unglingsárum sínum
í Poplar Park hefði hann oft flutt heyhlöss með uxum
átján mílna vegalengd í hörkufrostum og yfirhafnarlaus.
Var slíkt víst ekkert einsdæmi í þá daga. Slíkar ferðir
stæltu bæði líkama og sál, og gáfu auk þess hinum unga
manni nægilegt svigrúm til dagdrauma um framtíð sína.
Ekki er annars getið en að honum hafi liðið vel þau ár
sem hann dvaldi hjá frænda sínum í Poplar Park, en þó
var hann ekki ánægður með hlutskifti sitt þar. Hann
reyndist snemma ötull og framgjarn, — vildi fyrir hvern
mun komast áfram og verða að manni. En hvernig frænd-
fár og félaus unglingur mætti ná því marki, það var
vandinn mikli. Um tíma hneigðist hugur hans helzt að
verferðum og sjómensku, — var þá um að gera að verða
skipstjóri, standa á brúnni og stýra til hafs. 1 þrjú sumur
vann hann við fiskveiðar á Winnipeg vatni, og komst svo
langt síðasta sumarið að verða stýrimaður á bátnum. En
það átti ekki fyrir honum að liggja að verða sjómaður.
Er hann hafði setið á þingi Washington ríkis í Olympía
í fimm ár, birti eitt blaðið þar mynd hans með þessari
fyrirsögn: “Hann langaði til að verða skipstjóri, — í þess
stað hjálpar hann nú til að stýra ríkisskipinu.” (The ship
of State.)
Átján ára gamall gaf hann frá sér hugmyndina um
farmensku og formenskuna á sjó. Fluttist hann þá vestur
í svo nefnda Hólabygð í Argyle, leigði þar land skamt
fyrir norðan bæinn Glenboro, og bjó þar einn síns liðs í
þrjú ár. Um þetta tímabil skrifar G. J. Oleson í Glenboro:
“Rak hann búskapinn með miklum dugnaði,... byrjaði
félaus, og átti því í vök að verjast hvað fjárhaginn snerti.