Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Side 30

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Side 30
30 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON: og gekk á sveitarskólann þar nokkra vetur. Þar hófst þá einnig reynzluskóli lífsins. 1 þeim skóla var námstíminn langur, og fræðigreinarnar líkamlegt erfiði í öllum þeim myndum sem búskapur frumbýlingsins krafðist. Ein- hvern tíma gat Andrés þess í samtali við fréttaritara stór- blaðsins Seattle Daily Times að á unglingsárum sínum í Poplar Park hefði hann oft flutt heyhlöss með uxum átján mílna vegalengd í hörkufrostum og yfirhafnarlaus. Var slíkt víst ekkert einsdæmi í þá daga. Slíkar ferðir stæltu bæði líkama og sál, og gáfu auk þess hinum unga manni nægilegt svigrúm til dagdrauma um framtíð sína. Ekki er annars getið en að honum hafi liðið vel þau ár sem hann dvaldi hjá frænda sínum í Poplar Park, en þó var hann ekki ánægður með hlutskifti sitt þar. Hann reyndist snemma ötull og framgjarn, — vildi fyrir hvern mun komast áfram og verða að manni. En hvernig frænd- fár og félaus unglingur mætti ná því marki, það var vandinn mikli. Um tíma hneigðist hugur hans helzt að verferðum og sjómensku, — var þá um að gera að verða skipstjóri, standa á brúnni og stýra til hafs. 1 þrjú sumur vann hann við fiskveiðar á Winnipeg vatni, og komst svo langt síðasta sumarið að verða stýrimaður á bátnum. En það átti ekki fyrir honum að liggja að verða sjómaður. Er hann hafði setið á þingi Washington ríkis í Olympía í fimm ár, birti eitt blaðið þar mynd hans með þessari fyrirsögn: “Hann langaði til að verða skipstjóri, — í þess stað hjálpar hann nú til að stýra ríkisskipinu.” (The ship of State.) Átján ára gamall gaf hann frá sér hugmyndina um farmensku og formenskuna á sjó. Fluttist hann þá vestur í svo nefnda Hólabygð í Argyle, leigði þar land skamt fyrir norðan bæinn Glenboro, og bjó þar einn síns liðs í þrjú ár. Um þetta tímabil skrifar G. J. Oleson í Glenboro: “Rak hann búskapinn með miklum dugnaði,... byrjaði félaus, og átti því í vök að verjast hvað fjárhaginn snerti.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.