Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Side 34
34
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
þeim málum bæði leynt og ljóst. Hann hefir átt sæti í
öllum fslendingadags nefndum í bænum síðan árið 1907,
og oft verið formaður þeirra. Þau árin sem Islendinga-
dagshátíðin var ekki haldin þar vestra var hann forstöðu-
maður Miðsumarmótanna, sem að vissu leyti komu í stað
íslendingadagsins, en voru undir umsjón lúterska safn-
aðarins þar. Um langt skeið var ekkert þjóðræknisstarf
til í Blaine sem héti því nafni. Viðhald móðurmálsins
var einn þátturinn í starfi kirkjunnar, þar, eins og víðast
um bygður fslendinga. Mun það og verða dómur sögunn-
ar að kirkjan hafi verið öflugasta og áhrifamesta þjóð-
ræknisstofnunin sem íslendingar hafa átt hér vestra.
Andrés er einn þeirra manna sem telur mjótt milli þjóð-
rækni og guðrækni. Hann ann þjóðlegum kristindómi,
og heilbrigðri þjóðrækni. Þetta hvorutveggja fann hann
í stefnuskrá lúterska safnaðarins, gerðist hann þessvegna
meðlimur hans snemma á árum, og sjálfkjörinn leiðtogi
um margra ára skeið. Sá sem þetta ritar þjónaði Blaine
söfnuði í sjö ár, en minnist þó ekki þess messudags er
sæti Andrésar væri autt svo framarlega að hann væri
heima. Á þeim árum sýndi hann í því starfi skyldurækni
og dugnað, og mun svo hafa verið áður. Lengi vel mun
hann hafa spyrnt á móti því sem enginn fær að fullu tafið
hér vestra — flóðöldu enskrar tungu sem er að færast yfir
söfnuði vora. Er ekki varð lengur rönd við því reist að
ensk túnga yrði tekin til afnota að allmiklu leyti í starfi
safnaðarins mun áhugi hans fyrir þeim málum hafa
dofnað. Þó má óhætt segja að þjóðrækni hans sé heilbrigð
og öfgalaus. Hann telur ekki íslenzkt þjóðerni göfugast
allra, né íslenska tungu fegurstu túngu heimsins, og er
alls ekki viss um að hún eigi orð yfir alt sem er hugsað
á jörðu. En vér erum nú einu sinni Islendingar, eigum
sérstæða forsögu og dýrmætan menningararf. Málið er
lykillinn að þessum fjársjóðum. Vér megum ekki glata
honum. Ef vér gerum það eigum vér ekki lengur aðgang