Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Page 34

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Page 34
34 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON: þeim málum bæði leynt og ljóst. Hann hefir átt sæti í öllum fslendingadags nefndum í bænum síðan árið 1907, og oft verið formaður þeirra. Þau árin sem Islendinga- dagshátíðin var ekki haldin þar vestra var hann forstöðu- maður Miðsumarmótanna, sem að vissu leyti komu í stað íslendingadagsins, en voru undir umsjón lúterska safn- aðarins þar. Um langt skeið var ekkert þjóðræknisstarf til í Blaine sem héti því nafni. Viðhald móðurmálsins var einn þátturinn í starfi kirkjunnar, þar, eins og víðast um bygður fslendinga. Mun það og verða dómur sögunn- ar að kirkjan hafi verið öflugasta og áhrifamesta þjóð- ræknisstofnunin sem íslendingar hafa átt hér vestra. Andrés er einn þeirra manna sem telur mjótt milli þjóð- rækni og guðrækni. Hann ann þjóðlegum kristindómi, og heilbrigðri þjóðrækni. Þetta hvorutveggja fann hann í stefnuskrá lúterska safnaðarins, gerðist hann þessvegna meðlimur hans snemma á árum, og sjálfkjörinn leiðtogi um margra ára skeið. Sá sem þetta ritar þjónaði Blaine söfnuði í sjö ár, en minnist þó ekki þess messudags er sæti Andrésar væri autt svo framarlega að hann væri heima. Á þeim árum sýndi hann í því starfi skyldurækni og dugnað, og mun svo hafa verið áður. Lengi vel mun hann hafa spyrnt á móti því sem enginn fær að fullu tafið hér vestra — flóðöldu enskrar tungu sem er að færast yfir söfnuði vora. Er ekki varð lengur rönd við því reist að ensk túnga yrði tekin til afnota að allmiklu leyti í starfi safnaðarins mun áhugi hans fyrir þeim málum hafa dofnað. Þó má óhætt segja að þjóðrækni hans sé heilbrigð og öfgalaus. Hann telur ekki íslenzkt þjóðerni göfugast allra, né íslenska tungu fegurstu túngu heimsins, og er alls ekki viss um að hún eigi orð yfir alt sem er hugsað á jörðu. En vér erum nú einu sinni Islendingar, eigum sérstæða forsögu og dýrmætan menningararf. Málið er lykillinn að þessum fjársjóðum. Vér megum ekki glata honum. Ef vér gerum það eigum vér ekki lengur aðgang
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.