Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Page 36

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Page 36
36 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON: tóku þau til fósturs, gengu þeim í foreldra stað og gáfu þeim hið besta uppeldi. Stúlkan, Svafa, er gift efnilegum gáfumanni, V. C. Smith, aðstoðarkennara við Háskóla Illinois ríkis í Chicago; pilturinn, Daníel, er einnig vel gefinn og efnilegur maður. Er hann giftur og á eina dóttir, Nadine að nafni. Heimili þeirra hjóna er einnig í Blaine, en hann starfar nú á vegum Bandaríkjastjórnar- innar við landmælingar. Hver sem vill þekkja Andrés þarf að kynnast honum á heimili hans, og helzt að sjá hann meðal smábarna. Er það næsta lærdómsríkt að sjá hvernig þessi maður sem oft virðist svo harður og óbilgjarn, maður sem í bernsku sinni fór að líkindum að mestu á mis við allan innilegan heimiliskærleika, verður bljúgur og blíður er litlu börnin sitja á knjám hans, hvernig hann ruggar sér með þau og syngur þeim vöggu- ljóð um leið og þau halla sér upp að brjósti hans og leggja hendur um háls honum. Heimili þeirra Andrésar og Guðbjargar hefir löng- um staðið í þjóðbraut. Þangað hafa jafnan legið leiðir flestra ferðalanga sem í bygðina hafa komið, og er gest- risni heimilisins rómuð að verðleikum. Þau hjón hafa ■ gott lag á því að láta gestum sínum líða vel. Húsmóðirin er hvers manns hugljúfi. Húsbóndinn jafnan glaður og reifur, með ótal umtalsefni á takteinum: sögu íslands, skáldskap, stjórnmál, eða trúmál, eftir þekkingu og smekk gestanna. Húsbóndinn er margfróður og stálminnugur. Hann hefir gott bókasafn heima hjá sér, og hefir einnig um mörg ár haft annað af tveimur bókasöfnum Islend- inga í bygðinni á skrifstofu sinni. Þau hjón fóru skemti- ferð til Islands fyrir nokkrum árum, og dvöldu þar nokkra mánuði. Hafa þau bæði ánægju af að lifa þær stundir upp aftur með gestum sínum. Hættulegustu umtalsefnin eru stjórnmál eða trúmál. Er slíkt ber á góma, og gestur- inn hefir sannfæringu sem ekki stemmir við skoðanir hús- bóndans getur stundum slegið í brýnu. En alt jafnast
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.