Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Side 38

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Side 38
38 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON: áttu milli hins svarta og hvíta, milli ljóss og myrkurs, Ormuzd og Ahriman, Óðins og Loka. Eitt sinn sem oftar var Andrés að þreyta þennan æfaforna leik við kunningja sinn á skrifstofu sinni. Ekki var þó hugurinn fastari við taflið en svo að kappræða fór fram á milli þeirra á meðan leikirnir voru ekki um of torveldir. Alt í einu þrífur Andrés peð af skákborðinu, heldur því upp og segir: “Þetta er það sem eg vil ekki vera fyrir nokkurn mann.” 1 þessu tilsvari felast lyndiseinkunnir Andrésar og lífs- speki sú sem mótað hefir afstöðu hans til manna og mál- efna. Mun það reyndar sameiginlegt einkenni flestra Islendinga að vilja forðast hlutskifti peðsins. En í mann- félagi þar sem allir vilja vera kóngar og drotningar er erfitt að vera leiðtogi án þess að verða fyrir margvíslegu hnjaski. Þar sem svo stendur á þarf yfirburða dugnað og harðfylgi til að komast þó ekki sé hærra en í hrókssætið. En Andrés er að því leyti líkur hrók á skákborði að hann heldur áfram beint af augum þá stefnu sem hann telur rétta í hverju máli, og er hvergi hræddur við vald hinna stálslegnu riddara á vettvangi stjórmálanna, og lætur sér heldur ekki ávalt segjast við fortölur þeirra manna sem kirkjan hefir klætt biskupsvaldi. Fyrir nokkrum árum kom sá er semur umsögn þessa heim til Andrésar með amerískan kirkjuhöfðingja sem vildi leiðbeina Blaine söfnuði eitthvað í starfsmálum hans. Tími var naumur, og samtalið stutt. En er burt var keyrt varð klerkinum að orði: “Þessi maður veit hvað hann vill.” Það hafa blásið stormar um Andrés frá barnæsku, frostið hefir bitið hann, og það hefir oft verið bratt undir fæti, en hann hefir fundið “hitann í sjálfum sér, og sjálfs sín kraft til að standa á mót.” Þessvegna hefir hann reynzt nýtur maður. En þegar stormarnir eru liðnir hjá, lituðu gleraugun fallin í skaut þeirra er nú bera þau, reikningarnir jafnaðir, og lokadómur samferðamannanna upp kveðinn, þá mun
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.