Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Blaðsíða 38
38
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
áttu milli hins svarta og hvíta, milli ljóss og myrkurs,
Ormuzd og Ahriman, Óðins og Loka. Eitt sinn sem oftar
var Andrés að þreyta þennan æfaforna leik við kunningja
sinn á skrifstofu sinni. Ekki var þó hugurinn fastari við
taflið en svo að kappræða fór fram á milli þeirra á meðan
leikirnir voru ekki um of torveldir. Alt í einu þrífur
Andrés peð af skákborðinu, heldur því upp og segir:
“Þetta er það sem eg vil ekki vera fyrir nokkurn mann.”
1 þessu tilsvari felast lyndiseinkunnir Andrésar og lífs-
speki sú sem mótað hefir afstöðu hans til manna og mál-
efna. Mun það reyndar sameiginlegt einkenni flestra
Islendinga að vilja forðast hlutskifti peðsins. En í mann-
félagi þar sem allir vilja vera kóngar og drotningar er
erfitt að vera leiðtogi án þess að verða fyrir margvíslegu
hnjaski. Þar sem svo stendur á þarf yfirburða dugnað og
harðfylgi til að komast þó ekki sé hærra en í hrókssætið.
En Andrés er að því leyti líkur hrók á skákborði að hann
heldur áfram beint af augum þá stefnu sem hann telur
rétta í hverju máli, og er hvergi hræddur við vald hinna
stálslegnu riddara á vettvangi stjórmálanna, og lætur sér
heldur ekki ávalt segjast við fortölur þeirra manna sem
kirkjan hefir klætt biskupsvaldi. Fyrir nokkrum árum
kom sá er semur umsögn þessa heim til Andrésar með
amerískan kirkjuhöfðingja sem vildi leiðbeina Blaine
söfnuði eitthvað í starfsmálum hans. Tími var naumur,
og samtalið stutt. En er burt var keyrt varð klerkinum
að orði: “Þessi maður veit hvað hann vill.” Það hafa
blásið stormar um Andrés frá barnæsku, frostið hefir
bitið hann, og það hefir oft verið bratt undir fæti, en
hann hefir fundið “hitann í sjálfum sér, og sjálfs sín kraft
til að standa á mót.” Þessvegna hefir hann reynzt nýtur
maður.
En þegar stormarnir eru liðnir hjá, lituðu gleraugun
fallin í skaut þeirra er nú bera þau, reikningarnir jafnaðir,
og lokadómur samferðamannanna upp kveðinn, þá mun