Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Blaðsíða 60
60
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
skyldunni. Eiríkur hefir unnið mikið og margt á heimih
sínu því hann er dverg-hagur, bæði á tré, liorn og málm.
Að mínu áliti, er Eiríkur flug-gáfaður maður, sem hinir
eldri forfeður hans. Les t.a.m. með fingurgómunum upp-
hleypt rúnaletur blindra manna eins fljótt og meðal mað-
ur venjulegt letur, og getur því numið fróðleik mikinn
í myrkrinu við borðið sitt.
Hann spilar dável á fiðlu og orgel og syngur í kirkj-
unni á Lundar við messugerðir, með fullum rómi.
Eiríkur hefir smíðið marga húsmuni, og alla með
snildarbragði, og nokkra göngustafi úr stáli og liorni, svo
haglega, að eg hefi aldrei séð slík listaverk, af því tagi,
og borgað hefir verið fvrir þá eins hátt og $50.00. Stafur
sá, er hann gengur við daglega, ætti að vera á þjóðminja-
safni Islands, svo er hann haglega greyptur saman af
svörtu Buffaló horni og ljósgráu nauts horni.
Nú er Eiríkur 65 ára, en hraustlegur og ern, og
gengur teinréttur um strætin á Lundar, við stafinn sinn,
eins ratvís og þeir, sem fulla sjón hafa. Hann er fróður
um margt og sannorður.
Eg hefi fjölyrt um Scheving af því, að eg álít hann
sé aðdáanlega vel gefinn maður. Hann ber mótlæti sitt
vel, og hefir sýnt oss , að hann hefir sigrast á því, en það
ekki sveigt hann. Nefnilega, hann hefir unnið þau verk
sjónlaus, sem fáir hefðu getað með fullri sjón.
STEFÁN ÓLAFSSON Rafnssonar, Bjarnasonar frá
Ekru í Hróarstungu, er fæddur 1871, á Hrafnsstöðum í
Vopnafirði. Móðir Stefáns var Ragnhildur Þorvarðs-
dóttir, ættuð úr Vopnafirði.
Stefán flutti til Ameríku 1888, og vann daglauna
vinnu í Winnipeg, en flutti út í þessa bygð 1901, og keypti
heimilisréttarland Jóns Sigurðssonar frá Ketilsstöðum, og
reisti þar blómlegt bú. Hýsti vel bæ sinn, og braut upp