Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Qupperneq 66
66
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
sonum sínum, en kona hans, Jóhanna andaðist árið 1925,
og fáum árum síðar varð Skúli blindur, svo þeir feðgar
seldu jörðina og fluttu inn í Lundar-bæ. Þar bjó hann
með sonum sínum til 10. maí 1939, að hann andaðist.
Þau hjón eignuðust fjögur börn, þrjá sonu og eina dóttur.
1. Torfi, 2. Bjarni, 3. Lúðvík, allir ógiftir, og 4. Þórunn,
gift Hannesi Illugasyni, (nefndist Anderson). Þau eiga
tvo sonu, Skúla og Ólaf, og tvær dætur, Busta og Jakob-
ina að nafni. Skúli sagði margt af sjóferðum sínum
og veiðibrögðum. Hann sá flugfiskinn leika í lofti og
kvaðst hafa orðið að skjóta hann niður. Þá hefðu allir
hrópað bravó, því það hefði engum lukkast nema sér.
Það væri ekki til neins að skjóta hann í hausinn, sagði
hann, því það væri enginn heili í fiski. Hann sagðist hafa
skotið undir framuggann og hitt rétt í hjartað. “En sú
steik, vinur minn”. Það var orðtak hans.
HALLUR JÓNSSON Hallssonar flutti til Ameríku
árið 1900, og sama ár út í þessa bygð og dvaldi fyrst með
Eiríki bróður sínum, sem kominn var hingað áður. Hann
nam land á XA N.E. Sec. 12, T. 20, R. 5. Byggði þar heimili
og bjó þar 26 ár. Hallur var fæddur 1862 á Hrafnabjörg-
um í Jökulsárhlíð og ólst upp með Eiríki á Hrærekslæk
Hallssyni, og kvæntist dóttur hans Guðrúnu. Hún andað-
ist 1904. Þeirra börn á lífi. 1. Eiríkur, ógiftur heima.
2. Jónína, gift V. Benson, búa í Winnipeg. 3. Sigríður.
4. Guðjón, ókvæntur heima. Árið 1919, kvæntist Hallur
aftur, Ólöfu Gísladóttir Ólafssonar, og eiga þau átta börn
á lífi. 1. Haraldur, 2. Jón, kvæntur Önnu Sigfúsdóttur
Borgfjörð. 3. Guðrún. 4. Ingibjörg. 5. Jensina. 6. Ólöf.
7. Hallur. 8. Magnús.
Hallur bjó vel á landi sínu, þó hann hefði fjölda
barna fram að færa og síðan hann andaðist, árið 1927,
hefir ekkja hans búið þar með börnum sínum og komist
piýðis vel áfram. Hallur stundaði kvikfjárrækt, en plægði