Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1944, Blaðsíða 114
114
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
14. des. — Haldið hátíðlegt að elliheimilinu “Betel”
að Gimli hundrað ára afmæli Sveinbjarnar Bjömssonar
vistmanns þar síðan 1937, en samkvæmt kirkjubókum
Staðar í Reykhólasveit er hann fæddur S. des. 1843. (Um
æfi þessa gamla sjóvíkings og landnámsmanns vísast
annars til greinar Ó. S. Thorgeirssonar í Almankinu 1935.
15. des. — Átti Guttormur J. Guttormsson skáld að
Víðivöllum í Nýja Islandi sextíu og fimm. ára afmæli.
Hefir hann með ljóðum sínum og leikritum unnið sér
hefðarsess í íslenzkum bókmenntum, en hann er borinn
og barnfæddur vestan hafs.
27. des.—Góðtemplara-stúkurnar “Hekla” og “Skuld”
í Winnipeg efndu til fjölmenns og tilkomumikils mann-
fagnaðar í samkomuhúsi sínu þar í borg í tilefni af því,
að veðskuld sú, sem á húseigninni hvíldi, hafði vérið
greit að fullu. Stýrði Arinbjörn S. Bardal stórtemplar
þessum sögulega mannfagnaði.
30. des. — Blaðafregnir skýra frá því, að eftirfarandi
íslenzkir stúdentar frá Baldur, Man., hafi getið sér ágætis-
orð í nám sínu og hlotið margvíslega námsstyrki: Kristín
Cecelia Anderson (dóttir Eiríks A. Anderson vélafræð-
ings og Önnu konu hans), námsverðlaun fjórða árs (“Cora
Hind Scholarship”) að upphæð $325.00, í hússtjórnar-
fræði á Manitoba-háskóla; Emily Una Johnson (dóttir
Tryggva Johnson og Sigrúnar konu hans), annars árs
nemandi á Manitoba-háskóla, námsverðlaun fylkisins að
upphæð $650.00; Doris Shirley Johnson (dóttir Thomas-
ar J. Johnson verkfærasala og Dóru konu hans), Isbister
verlaunin, í samkeppni við nemendur úr 20 öðrum skól-
um; og Sigurður Edwin Skaftfeld (onur Olgeirs Skaft-
felds og Helgu konu hans), hinn svonefnda Roger Goulet
námsstyrk, er menntamálaráð fylkisins veitir.
Annar ágætisnámsmaður úr íslenzku byggðinni á