Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Page 39

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Page 39
iðunn Sig. Nordal: Laugardagur og mánudagur. 33 trúin á alvizku og almátt vfsindanna, sem ganga nú mörgum í páfa stað og véfrétta. Hvað er hjátrúin oftast nær upphaflega annað en einmitt reynsla? Oft og einalt misskilin reynsla, oft lika athugun, sem vitur maður hefir sett fram í lög- máli, án þess að skýra það nánar fyrir alþýðu manna, eða skýringin hefir gleymst. Menn fara eftir lögmál- inu og gefst vei, eins og menn geta prýðilega beitt setningum stærðfræðinnar, án þess að kunna að sanna þær. En svo koma stundum skammsýn vísindi og sjá ekki merg málsins. Tökum læknislyfin til dæmis. Mörg þeirra eru allsendis gagnslaus frá efnafræðilegu sjónarmiði. Það er trúin á þau, hin skapandi hjátrú, sem gefur þeim gildi, sálarfræðilegt gildi. Nú getur það virzt dálítið krókótt leið að fá sjúklingi eitthvert meinlaust, örvandi gutl í glasi og segja honum, að lyfið lækni hann, í stað þess að segja, að trúin á lyfið, að trúin ein geti læknað hann. En samt er þaö þrautreynd aðferð og gefst oft ágætlega. Það er mun auðveldara að vekja imyndun sjúklingsins til starfa með glas í höndum og latnesku nafni á miðan- um, en með tvær hendur tórnar. Sá læknir, sem reynir að drepa trúna á lyfin án þess að setja aðra betri trú í staðinn, íer fávíslega að ráði sínu og ger- ir sig sekan í annari hjátrú — á efnafræðina. það er jafnvel hyggilegra að hafa lyfin heldur dýr, þvi annars treysta menn þeim ekki. En umfram alt verða þau að vera meinlaus! Hvert sinn sem ný visindi koma til sögunnar, nýtt þekkingarsvið er tekiö til rannsóknar, komast ýmsar af kenningum kerlingabókanna til vegs og virðingar, eru skirðar grískum og latneskum nöfnum og dokt- orsritgerðir skráðar um þær. Þá sýnir sig, hve mik- ið hjátrúin geymir af gullvægri reynslu, þótt van- skýrð sé eða ails ekki. Parf eigi annað en minna á lðunn VIII. 3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.