Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Síða 39
iðunn Sig. Nordal: Laugardagur og mánudagur. 33
trúin á alvizku og almátt vfsindanna, sem ganga nú
mörgum í páfa stað og véfrétta.
Hvað er hjátrúin oftast nær upphaflega annað en
einmitt reynsla? Oft og einalt misskilin reynsla, oft
lika athugun, sem vitur maður hefir sett fram í lög-
máli, án þess að skýra það nánar fyrir alþýðu manna,
eða skýringin hefir gleymst. Menn fara eftir lögmál-
inu og gefst vei, eins og menn geta prýðilega beitt
setningum stærðfræðinnar, án þess að kunna að sanna
þær. En svo koma stundum skammsýn vísindi og
sjá ekki merg málsins. Tökum læknislyfin til dæmis.
Mörg þeirra eru allsendis gagnslaus frá efnafræðilegu
sjónarmiði. Það er trúin á þau, hin skapandi hjátrú,
sem gefur þeim gildi, sálarfræðilegt gildi. Nú getur
það virzt dálítið krókótt leið að fá sjúklingi eitthvert
meinlaust, örvandi gutl í glasi og segja honum, að
lyfið lækni hann, í stað þess að segja, að trúin á
lyfið, að trúin ein geti læknað hann. En samt er þaö
þrautreynd aðferð og gefst oft ágætlega. Það er mun
auðveldara að vekja imyndun sjúklingsins til starfa
með glas í höndum og latnesku nafni á miðan-
um, en með tvær hendur tórnar. Sá læknir, sem
reynir að drepa trúna á lyfin án þess að setja aðra
betri trú í staðinn, íer fávíslega að ráði sínu og ger-
ir sig sekan í annari hjátrú — á efnafræðina. það
er jafnvel hyggilegra að hafa lyfin heldur dýr, þvi
annars treysta menn þeim ekki. En umfram alt verða
þau að vera meinlaus!
Hvert sinn sem ný visindi koma til sögunnar, nýtt
þekkingarsvið er tekiö til rannsóknar, komast ýmsar
af kenningum kerlingabókanna til vegs og virðingar,
eru skirðar grískum og latneskum nöfnum og dokt-
orsritgerðir skráðar um þær. Þá sýnir sig, hve mik-
ið hjátrúin geymir af gullvægri reynslu, þótt van-
skýrð sé eða ails ekki. Parf eigi annað en minna á
lðunn VIII.
3