Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Qupperneq 122
116
Ingunn Jónsdóttir:
IÐUNN
geðjast svona að húsmóðurinn«, sagði slúlkan, »þætti
mér gaman að heyra, hvers vegna þú kemur aldrei
að Melum«. wÞað er nú af annari orsök«, segir hann.
»Ég kom þar einu sinni og húsbóndinn þéraði mig,
en það veit ég, að hann hefir gert til spotts við mig,
þar sem ég er fiakkari«. Stúlkan sagði, að hann
skyldi ekki setja þetta fyrir sig, því Jón á Melum
hefði þann sið, að hann þéraði alla sem þéruðu hann
og væri alls ekki að gera gis að þeim fyrir það. —
— Eftir þetta langaði okkur hálfu meir að sjá Helga
fróða, og lögðum fast að stúlkunni að reyna að fá
hann til að koma til okkar, þegar hann væri á ferð
næst. Og viti menn, nokkru síðar, í frosti og dálitl-
urn skafrenningi, er barið að dyrum á Melum í
rökkrinu. Sá, sem fór til dyranna, kom aftur með þau
orð, að Helgi fróði væri kominn og bæðist gistingar.
Ekki er það svo að skilja, að hann nefndi sjálfan
sig »fróða«. Ef hann var kallaður svo, hafði hann
það til að reiðast og stökkva burtu. Þegar Helgi er
kominn inn og búinn að fá góðgerðir, fer hann að
litast um eftir bókaskápnum. Hann fékk leyfi til að
lesa það sem hann vildi. Pá valdi hann sér »þúsund
og eina nótt«. í þetta skifti dvaldi hann nokkra daga
hjá okkur og las ýmsar bækur, oftast minnir mig
þó að hann væri með mannkynssöguna eða Púsund
og eina nótt, og hefir þó verið báðum þeim bókum
kunnugur. »Ó, himneska Púsund og ein nótt«, heyrð-
um við hann segja eins og við sjálfan sig. Einhver
hafði orð á, að margt væri í henni, sem ekki næði
nokkurri átt, eins og t. d. það, að til hefðu verið
menn með hundshausa. »Já«, sagði hann, »ef maður
tekur það bókstafiega, en ég held að þetta sé líking
og eigi við þá sem eru ágjarnjr, ganga á hluta annara,
en fitja upp á trýnið og sýna vígtennurnar, ef nokkuð
á að hrófla við þeirra eigum. Sama er að segja um
fuglshausafólkið. Pað merkir þá, sem lifa einungis