Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Qupperneq 130
124
Magnús Jónsson:
IÐUNN
sem flanar að engu en athugar alt. En ekki var
hætta á að fóstbróður hans brysti hug að fylgja hon-
um út í stórræðin. Bjuggu þeir nú skip mikið er
þeir áttu og siglu vestur í haf að leita nýja
landsins.
Alt var þetta með ráði gert, og má líta svo á, að
hér hafi aðeins verið um raunsóknarleiðangur að
ræða. Ingólfur hefir ekki viljað flana að neinu. Hann
var sá sanni landnámsmaður, sem vill leggja grund-
völlinn traustan. Hann miklar fyrir sér örðugleikana,
en ekki til þess að fælast þá, heldur til þess að
skoða þá niður í kjölinn og sjá hvort þeir séu ó-
sigrandi. Tóku þeir Austfirði sunnarlega, og sýnir
það, að þeir hafa siglt rakleiðis og hitt land þar sem
næst var. Voru þeir í Álftafirði einn vetur og héldu
því næst heim til Noregs aftur.
Margt sýnist benda á, að hér væri aðeins um undir-
búning að ræða. Pyrst það, að þeir fara svo fljóll
aftur til Noregs án þess að getið sé, að nokkur ó-
höpp hafi rekið þá brott. Hafa þeir sennilega ekki
haft búslóð með sér nema til þess að geta haldist
við einn velur. Má vera að óhapp Hrafna-Flóka, er
hann misti fé sitt, hafi verið þess valdandi, að þeim
fóstbræðrum hafi þótt réttara, að prófa sjálfir hvort
það mundi hafa verið sjálfskaparvíti eða ekki. Fá
er það, að sagan ber með sér, að þeir hafa varið
tíma sínum mjög til rannsóknar á landinu. wFeim
virðist landit betra suðr en norðr«, segir þar. En
aðal sannanirnar eru þó þær, að alt hendir til þess,.
að síðari ferðin sé sá eiginlegi búferlaflutningur, f*á
fyrst er þess getið, er þeir hafa farið fyrri ferðina^
að þeir verja fé sínu til íslandsferðar. Þá fyrst geng-
ur Ingólfur til frétta við goðin. Og í þeirri ferð, en
ekki þeirri fyrri, er þess getið að Ingólfur hafi varp-
að öndvegissúlum sínum fyrir borð til þess að láta
þær vísa sér á bústað. í fyrra skiftið hafa þeir ekkl