Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Qupperneq 142
IÐUNN
Piltur eða stúlka?
Effii- Bengt Lidforss,
[Bengt Lidforss (1868—1913), prófessor í Uppsölum og:
Lundi, var grasafræðingur og lífeölisfræðingur og rithöf-
undur. Pótti hann einn mesti ritsnillingur Svía. Sérstaklega.
hafa náttúrufræðis-ritgerðir hans, sem gefnar voru út í 3
bindum orðíð vinsælar. Ein af peim er pessi ritgerð, sem
hér birtist].
Það eru til vandamál, sem allir hafa haft áhuga ét
að Ieyst yrðu, frá alda öðli svo að segja, jafnt öll
alþýða manna sem vísindamennirnir, og eitt af þeim
erþessigamla og síunga spurning: Piltur eða stúlka?"
Hvað er það, sem ræður kynferði afkvæmisins? k
hvaða stigi er því ráðið til lykta og eru nokkur tök
á því, að vér mennirnir getum haft þar hönd í bagga
með og sveigt það í hvora áttina, sem vér viljum?
Alt þetta eru spurningar, sem hafa æst rannsóknar-
löngun og ímyndunarafl manna, og er það síst furða.
Það eitt, að hollenzki vísindamaðurinn Drelincourt
gat í lok 16 aldarinnar, talið upp 262 mismunandi
skoðanir á því, hvernig þessu ætti að svara, sýnir
átakanlega hve ósvikinn áhuginn á þessu er, en á
hinn bóginn er ekki laust við að það sýni líka, að
þekkingunni á þessu máli muni vera ábótavant.
Og það er satt bezt að segja, að enn þann dag L
dag stöndum vér í rauninni uppi vita ráðalausir í
þessu máli, að ráða nokkru um kynferði afkvæmis-
ins, að minsta kosti hvað mennina áhrærir.
Aftur á móti hafa vísindarannsóknir vorra daga
varpað nokkru Ijósi yfir þau öfl, sem ákveða kynferð-
ið, og það er ætíð skárra en ekki neitt. Hitt verðum
vér líklega að láta oss nægja talsvert langan tíma