Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1923, Side 147
3ÐUNN
Piltur eða stúlka?
141
»homogametist« ea karlkynið »heterogametist«. Og
enn skýrari verður niðurstaðan ef vér fylgjum Corr-
ens enn þá lengra og ályktum, að kvenfrumlurnar
stefni í kven-áttina, en karlfrumlurnar aftur á móti
stefni jöfnum höndum í báðar áttir, en ávalt ef
saman lendir, þá sigri karleðlið. Hitti sæði með kven-
stefnu eggið, þá fæðist kvenvera. Hitti aftur á móti
sæði með karlslefnu eggið, þá fæðist karlvera. Kven-
veran er því óskift í eðli sínu. Hún er hrein kven-
vera. Iíarlveran er aftur á móti kynblendingur í orðs-
ins fullu merkingu, hún hefir í sér bæði karl- og
kvenstefnuna, og hefir því eitthvað, sem kvenveruna
vantar.
Svona er því nú farið um þessa plöntu, en þá er
eftir að vita, hve almennar ályktanir má draga af
þessu. Correns gerði tilraunir með aðra tegund plantna,
og fékk sömu niðurstöður. Og jafnvel úr dýraríkinu
þekkjum vér dæmi upp á það, að sæðisdýrin eru
tvennskonar, og að önnur tegundin kemur af stað
karldýrum en hin kvendýrum. Einkum verður þetta
merkilegt, þegar hægt er að sjá í smjásjá beinlinis
mistnun á byggingu þessara tveggja tegunda, og fylgj-
ast með í því, hvor koma af stað karldýrum og hvor
kvendýrum.
En nú hefir farið svo, að á siðari árum hafa menn
rekist á tilfelli, og þau ekki svo fá, þar sein einmitt
nákvæmlega það gagnstæða sýnist ráða. Þar eru sæð-
isdýrin öll sömu tegundar, en eggin með tvennu
móti, helmingurinn stefnir til karlkyns og helming-
urinn til kvenkyns. DoDcaster hefir gert afar fióknar
tilraunir með fiðrildistegund eina (Abrax grossularia),
er hafa sýnt mjög skilmerkilega, að því er virðist, að
það sé kvenfiðrildið, sem er helerogametist. Þetta
styrkist og af því, að þýzkur vísindamaður (Seiler)
hefir sýnt, að egg sumra fiðrilda eru með tvennu
móti að byggingu. Undir þennan flokk, þar sem