Kirkjuritið - 01.09.1950, Side 19

Kirkjuritið - 01.09.1950, Side 19
ALBERT SCHWEITZER 171 um og tilkynnir þeim, að þeir muni ekki bergja á ávexti vínviðarins fyrr en í guðsríki. Yfirvöldin í Jerúsalem hafa reyndar ekkert við að styðj- ast, er þau geti dæmt hann til dauða fyrir. En þá opin- berar Júdas prestunum leyndarmálið. 1 því voru svik hans fólgin. Jesús játar fyrir dóminum, að hann sé Messías, og fyrir það er hann dæmdur til dauða. Á svipaðan hátt og hann telur, að Jesús hafi algerlega lifað og hrærzt í heimsslita hugmyndum síðgyðingdóms- ins, eins heldur hann því fram, og færir fyrir því sterk rök, að skoðanir Páls hafi aðallega verið á sömu lund, og það sé alger misskilningur að halda að hellenskar hug- niyndir hafi haft á hann svo sem nokkur áhrif. Það verður að segja um þessar kenningar Schweitzers, að þær eru snillilega rökstaddar og bera guðfræðirit hans vitni um fádæma fróðleik og skarpa, frumlega rýnigáfu. Vöktu þessi rit hans brátt mikla athygli, þó eigi svo mjög í Þýzkalandi fyrst í stað, enda hafði Schweitzer mjög komið við kaunin á þýzkum guðfræðingum. Til dæmis tók Júlicher þeim heldur kuldalega, en helzt mætti hann skiln- ingi hjá sínum gamla kennara, Holtzmann. En í Oxford °g Cambridge varð nafn hans brátt á allra vörum, og yfir- ieitt má segja, að bækur Schweitzers hafi haft mikil og vaxandi áhrif á N. t.-rannsóknir síðan þær komu út. Samt sem áður sækir sú hugsun alltaf fastar og fastar á hugann við lestur þessara rita, að sé þetta nú svo, sem Schweitzer ætlar, hvað virðist oss þá um Krist? Er hann þá orðinn nokkuð annað en austurlenzkur óraumóramaður, fullkomið bam sinna tíma, sem heldur að heiminum sé að mestu leyti stjómað af djöflum, en Guð muni svo taka til sinna ráða og frelsa nokkra með því stórkostlega kraftaverki, að láta himin og jörð líða, undir l°k og yfirnáttúrlega veröld taka við? Og þetta á að gerast Tieð dramatískum býsnum eins og lýst er í síðgyðingdóms- ritunum. En allt er þetta óráðsdraumur, sem eigi rætist eins og hann býst við. Ekkert af því hefir komið fram. 12
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.