Kirkjuritið - 01.09.1950, Page 22

Kirkjuritið - 01.09.1950, Page 22
174 KIRKJURITIÐ reyndum svo langt sem þær ná. En hann viðurkennir að furðu lítið sé unnt að vita um hinzta leyndardóm tilver- unnar. Rationalisminn, segir hann er annað og meira en hug- arstefna, sem kom fram í lok átjándu aldar og lifði fram á hina nítjándu. Hann er nauðsynlegt fyrirbrigði í öllu heilbrigðu andlegu lífi. Allar raunverulegar framfarir í heiminum eru runnar frá skynseminni. Með mikilli virð- ingu minnist hann forustumanna upplýsingarinnar og telur að sjaldan hafi betur horft í heiminum en á meðan áhrifa þeirra gætti. Mikilleikur þeirra sé fólginn í því, að þeir hafi átt bjartsýna trú á siðlegar hugsjónir um þroskun einstaklinganna, þjóðfélaganna og mannkynsins í heild, þeir hafi helgað líf sitt þessum hugsjónum og fengið aðra til að trúa á þær. Án slíkrar trúar og viðleitni sé menn- ing óhugsandi, því að menningin sé ekkert annað en sam- anlagðar framfarir einstaklinga og þjóðfélaga, að því leyti sem þessar framfarir stuðli að andlegum þroska. Mesta böl heimsins nú sé það, að þessi trú sé að hrynja, og þar með hrynji menningin í rúst. Nú er það reyndar ætlun Schweitzers, að heimskoðun Jesú hafi verið bölsýn og vart sé hægt af hinni ytri veröld að komast að annarri niðurstöðu. Af hinum ytra heimi telur hann að ekkert verði ályktað um gæzku Guðs né til- veru. Rökvís hugsun um tilveruna geti aldrei orðið siðræn. Sérhver trúarbrögð verði því að velja milli þess, að vera annað hvort rökvís trúarbrögð, sem útskýri heiminn, eða siðræn trúarbrögð, sem hljóti að vera órökvís. Indversk trúarbrögð séu dæmi um fyrri tegundina. Kristindómur- inn um hina síðari. Fagnaðarerindi Jesú sé reyndar mjög órökvíst, þar sem það bæði geri ráð fyrir Guði sem sið- ferðilegum persónuleika utan við heiminn, en þó hafandi áhrif á hann. Þannig sé kristindómurinn reyndar í senn bæði bölsýnn og bjartsýnn. Þetta virðist í fljótu bragði allt hvað á móti öðru, en er það þó reyndar ekki, þegar dýpra er skoðað. Viðfangs-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.