Kirkjuritið - 01.09.1950, Page 24

Kirkjuritið - 01.09.1950, Page 24
176 KIRKJURITIÐ 1 heimspekinni hefir Schweitzer hinn sama hátt og í guðfræðinni. Hann byrjar á því að gagnrýna allar helztu heimspekistefnur frá fornöld til síðustu tíma og sýna fram á kosti þeirra og veilur. Þetta er frumrannsókn að hans eigin skoðun. Sömu aðferð hefir hann ætlað sér að beita við öll helztu trúarbrögð heims. Er ein bók komin út á þeim vettvangi: Die Weltanschauung der Indischen Denker (1935). Lífsskoðun sína, segir hann, verða menn fyrst og fremst að byggja á staðreyndum eftir því sem við verður komið. Hverri einustu veru er lífið dýrmætt, það er staðreynd. Vér eigum að virða þessa staðreynd, og varast það að svipta nokkra veru lífi að nauðsynjalausu, heldur hjálpa lífinu hvarvetna áfram til þroska svo sem auðið er og oss er unnt. Þessi hugsun vaknaði hjá honum strax á unga aldri. Segir hann frá því í æskuminningum sínum (Aus meinei' Kindheit und Jungendzeit), að snemma hafi hann fengið megnustu óbeit á veiðiferðum og skotæfingum félaga sinna, en ekki þorað að láta á þessu bera, því að hann hafi óttazt að það yrði virt sér til hugbleyði og aumingjaskapar. Eitt sinn fór hann sleðaferð með skólafélögum sínum. Hundur hljóp urrandi með sleðanum og reyndi að glefsa í snoppu hestsins. Fannst honum þá að hann yrði að slá til hans með svipunni, en höggið hitti dýrið beint í augað og veltist seppi um ýlfrandi í fönninni. „Sársaukavein hans létu mig ekki í friði. Þau ómuðu í eyrum mér vikum saman.“ -Þetta atvik varð til þess, að sú sannfæring óx með honum og varð sterkari og sterkari eftir því sem aldur færðist yfir hann, að menn hefðu engan rétt til að baka öðrum verum þjáningu eða dauða, nema það sé óhjákvæmileg nauðsyn. Strax í barnæsku hafði hann undrazt það, að móðir hans hafði kennt honum að biðja aðeins fyrir öðrum mönn- um. Hann bætti þá þessu við kvöldbænina sína: „Ó, himneski faðir. Vernda þú og blessa alla, sem anda, varðveittu þá frá illu og gef að þeir megi hvíla í friði.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.