Kirkjuritið - 01.09.1950, Page 46

Kirkjuritið - 01.09.1950, Page 46
198 KIRKJURITIÐ unum: Ver allur í þessu, og getur því einnig eggjað aðra lögeggjan. Heimili biskups og biskupsfrúarinnar má telja í vissum skilningi sameiginlegt heimili presta á Islandi og margra fleiri kirkjunnar manna. Fer þar saman frábær gestrisni og góðvild. Enda lágu þangað gagnvegir fjölmargra þenn- an afmælisdag. Kirkjuritið árnar biskupi allrar blessunar og óskar þess, að sem lengst megi njóta starfa hans. Hátíðarguðsþjónusta í Strandarkirkju var haldin á annan hvítasunnudag að viðstöddu miklu fjöl- menni. Biskupinn þjónaði fyrir altari, en sóknarpresturinn séra Helgi Sveinsson prédikaði. Kirkjukór frá Hveragerði annaðist söng undir stjórn Karítasar Ólafsdóttur. Að messu lokinni gekk söfnuðurinn með biskup í fararbroddi að styttu þeirri, sem frú Gunnfríður Jónsdóttir hefir gjört og nefnir Landsýn. Það er konumynd, er stendur á stalli og heldur á krossmarki í annari hendi og horfir til hafs. Boðar hún hjálp af hæðum á neyðar- stund. Biskupinn hélt ræðu, dró því næst hjúp af styttunni og lýsti blessun yfir Strandarkirkju, söfnuði hennar og íslenzku þjóðinni allri. Kirkjukórinn söng sálma, á undan og eftir. At- höfnin öll var mjög hátíðleg. Biskupsvísitazía. Biskupinn vísiteraði í júlímánuði allar kirkjur í Suður-Þing- eyjar og Norður-Þingeyjar-prófastsdæmum. Vígsla Bolungarvíkurvegar. Biskupinn, dr. Sigurgeir Sigurðsson, vígði nýjan þjóðveg um Óshlíð til Bolungarvíkur laugardaginn 26. ágúst. Fór vígslan fram við kross einn mikinn úr steinsteypu á hamrastalli utan til við miðja hlíðina. Á undan og á eftir ræðu biskups voru sungnir sálmar undir stjórn Jónasar Tómassonar tónskálds. — Síðar um daginn var samkoma haldin í Bolungarvíkurkirkju, og fluttu þeir þar ræður, biskupinn, vegamálastjóri og þing- maður kjördæmisins.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.