Kirkjuritið - 01.09.1950, Síða 62

Kirkjuritið - 01.09.1950, Síða 62
214 KIRKJURITIÐ Enda þótt mikið hafi áunnizt í eflingu kirkjusöngsins á und- anförnum árum, er þó enn eftir að stofna kirkjukóra í rúm- lega annarri hverri sókn landsins. Vænti ég þess, að prestarnir vinni ötullega að því, að nýir kórar verði settir á stofn í þeim sóknum, þar sem enn hefir ekki verið hafizt handa, því að fátt stuðlar öllu betur að eflingu kirkjulífsins. Er mér ánægja að mega fullyrða, að allir þeir prestar, er vinna vilja að þessu máli, munu þar eiga vísan stuðning og hjálp hins ötula söng- málastjóra kirkjunnar. Á síðastliðnu sumri vísiteraði ég Mýraprófastsdæmi og flutti þar guðsþjónustur í öllum kirkjunum. Guðsþjónustumar voru yfirleitt mjög vel sóttar og víða kom í ljós einlægur áhugi safnaðanna á kirkju- og kristindómsmálunum. — Nota ég þetta tækifæri til þess að þakka prestunum, sóknar- nefndum og söfnuöum prófastsdæmisins ágætt samstarf og við- tökur og árna þeim heilla og blessunar Guðs. Á þessu sýnódusári gafst mér eigi tími til að sækja erlend kirkjuþing, en ýms slík þing og fundir voru haldin á árinu og íslenzku kirkjunni boðin þátttaka. Má þar meðal annars nefna fund Norðurlandabiskupanna í Finnlandi á síðastliðnu sumri. í Amsterdam var háð fjölmennt alþjóðaþing frjálslyndra guö- fræðinga dagana 19.—25. júlí, og sótti það af íslands hálfu séra Jón Auðuns dómkirkjuprestur. Af kirkjulegum fundum innanlands má nefna Kirkjufundinn, er haldinn var í Reykjavík dagana 30. október til 1. nóvember s.L, og var fremur fásóttur, nema úr Reykjavík og Hafnarfirði. Aðalmál fundarins voru tvö: Biblíulestur og Kristindómurinn og skólakerfið nýja. Aðalfundur Prestafélags íslands var haldinn í Reykjavík þann 20. júní 1949. Aðalmálið, sem rætt var á fundinum, var: Nauð- syn á fræðslu presta um sálsýki. Stjóm félagsins var endur- kjörin. Deildir Prestafélagsins hafa alllar verið starfandi og haldið fundi heima í héruðunum. Af öðrum kirkjulegum fundum og mótum má nefna: Ársþing norðlenzkra presta og kennara, er haldið var á Húsavík. Hóla- dagur haldinn að Hólum í Hjaltadal, hátíð Skálholtsfélagsins í Skálholti. Mót K.F.U.M. í Vatnaskógi o. fl.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.