Kirkjuritið - 01.09.1950, Page 65

Kirkjuritið - 01.09.1950, Page 65
PRESTASTEFNAN 1950 217 „í framhaldi af umræðum um útvarpsmessur skal yður til- kynnt, að útvarpsráð hefir fallizt á, að framvegis og þar til öðruvísi kynni að verða ákveðið annist skrifstofa yðar messu- val fyrir útvarpið. Útvarpsráð gerir þó þann fyrirvara, að útvarpsmessum verði ekki fjölgað frá því sem verið hefir, og messutíminn verði yfirleitt kl. 11 f. h., en annars ákveðinn í samráði við skrifstofu dagskrár, og að skrifstofa yðar tilkynni dagskrárskrifstofunni messurnar með nægum fyrirvara hverju sinni. Óskar útvarpsráð góðrar samvinnu við yður í þessu máli.“ Ég nota þetta tækifæri til þess að þakka Útvarpsráði góðar undirtektir um þetta mál, um leið og ég vil mælast til þess við þá presta utan Reykjavíkur, sem kynnu að æskja að flytja útvarpsguðsþjónustur, að þeir láti mig bréflega vita um það með hæfilegum fyrirvara. Honum, sem í hæðum býr og leitt hefir kirkju vora í storm- viðrum, reynslu og baráttu liðins tíma, felum vér svo íslenzka kirkju og störf hennar um ókomin ár — og tökum allir þjónar hans í fullu trausti undir með skáldinu: „Hann gætir vor af hæstum hæðum og heilög blessar mál, hann kveikir líf í köldum æðum og kærleikseld í sál. Hann sendir mátt til sannra dáða og sýnir leið til viturlegra ráða, og honum syngur kirkjan klökk af kærleik hreinum lof og þökk“. Aðalmál prestastefnunnar. Aðalmál prestastefnunnar var að þessu sinni: EINING KIRKJUNNAR, og fluttu þeir um það framsöguerindi séra Helgi Sveinsson frá Hveragerði og séra Sigurður Pálsson frá Hraungerði. Á eftir fóru fram umræður og hnigu þær í sömu átt og framsöguerindin, að eining kirkjunnar verði henni mikill styrkur í starfi. í tilefni af þessu máli var borin upp og sam- þykkt ályktun, sem hér segir: Prestastefnan ályktar, að tekin skuli upp markvissari barátta og árvakrari en hingað til gegn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.