Kirkjuritið - 01.09.1950, Síða 75

Kirkjuritið - 01.09.1950, Síða 75
LJÓSIÐ, SEM HVARF 227 Matthíasi meðtöldum, hafa flutt af dýpstum sefa, sem óvirðing við þeirra minningu og helgustu arfleifð. IV. Þá er að líta sem snöggvast á þann póst í umræddu skrifi, sem nefnist „Gósenland trúhræsninnar“. Og satt er það, að þar reynist höf. frjósamur á fádæmi. Ég verð að gerast svo miskunnarlaus við hann að rifja upp það, sem á undan er farið. I skáldsögu þeirri eftir Bo Giertz, sem fyrst sveif á sr. Benjamín, heitir ein persónan Gunnar Sjenstedt. Hann er af aðalsætt, glæsimenni og margt fleira vel gefið, hrif- næmur, laus nokkuð í rásinni, samsettur að gerð. Því er lýst,- hvernig hann mótast, hvernig hann verður fyrir all- sterkum trúaráhrifum, gerizt ötull samstarfsmaður sókn- arprests síns, en nær ekki andlegri kjölfestu, enda ekki skapgerðarmaður og auk þess einþykkur. Auðvitað ætlar höfundur skáldsögunnar þessari persónu eitthvert erindi inn á svið sögunnar, eins og öðrum, sem hann leiðir þar fram. 1 skuggsjá Sjenstedts kynnist maður ekki aðeins ákveðinni manngerð, heldur trúarlegum og siðgæðislegum viðhorfum jafnframt, sem orðið hafa á vegi kirkjunnar í aiargskonar myndum, þótt söm væru í grundvallaratrið- um, á ýmsum tímum. Það er eitt af því, sem einkennir höf. bókarinnar, hversu hann getur brugðið skæru leiftri yfir stór samhengi um leið og hann skapar persónur sínar og rekur sálarlíf þeirra og örlög. Nú gerist það meðal margs annars, sem of langt yrði að rekja, að ung stúlka, sem starfar á aðalssetrinu, heimili Gunnars Sjenstedts, tjáir barnaverndarnefnd sveitarinnar, að hún sé með barni og að Gunnar sé faðir þess. Prestur Gunnars og nánasti vinur heimsækir hann og mælist til Þess, að hann kannist við barnið og gangi að eiga stúlk- una. Gunnar hafði áður farið lítilsvirðandi orðum um hjónabandið og tekur þessari málaleitun fjarri, finnst prest- ur vera að blanda sér í sín einkamál, sem engum komi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.