Kirkjuritið - 01.09.1950, Page 84
236
KIRKJURITIÐ
vissa, hornsteinn, sem annað hvort var að fóta sig á í
trúnaði við gæzku Guðs, eða missa að öðrum kosti alla
fótfestu í lífi og dauða. Að skilningi Lúthers var páfa-
kirkjan fulltrúi þeirrar djúprættu tilhneigingar mannsins
að snúa huga sínum í öllum hlutum um sjálfan sig og
fjötrast þar með í andlegu ófrelsi og ófriði. Barátta lífs
hans ruddi leiðina að nýju til þess frelsis og öryggis, sem
fylgir því að eiga þungamiðju lífs síns utan síns eigin,
litla sjálfs, í Guði.
Vegna þess að rit Lúthers og játningar siðbótarinnar
flytja þetta og að því leyti sem þau gera það, — þetta,
sem er lífæðin í Nýja testamentinu, — eru þau tímabær
og gild enn i dag, þrátt fyrir tímabundinn búning.
Það er lögð áherzla á glötunarmöguleilcann í þessum
ritum, eins og gert er í Jóh. 3, 16 og víðar og víðar í Nýja
testamentinu. En þeir, sem lögðu fram játningu sína fyrir
stórmennið í Ágsborg, voru ekki haldnir af sjúklegri áráttu
í að ógna með helvíti og kvölunum, eins og sr. Benjamín
kennir, ekki fremur en höfundar Nýja testamentisins. En
þeir töldu, að Guði væri alvara með að bjarga mönnunum.
Og því hefði hann kostað því til, sem þeir trúðu (enn í
samræmi við Nýja test.), að hann hefði gert, að það væri
eitthvað að varast, það væri hætta á ferðum. Þeir vildu
forða mönnum frá því að ana í voðann í trausti á það,
sem ekki getur hjálpað. En engu síður vildu þeir forða
þeim frá því að stara sig blinda á hættuna. Þeim var þetta
svo mikið hjartans mál, að þeir lögðu sjálfa sig í ævilanga
lífshættu. Með dauðans hættu yfir sér vofandi fluttu þeir
játningu sína í Ágsborg. Það er bágborinn sjónarmáti að
sjá ekki annað í svip þeirra en uppmálun dauðans og
djöfulsins.
Og af því að sr. Benjamín er svo mikið kappsmál að
telja fólki trú um, að í þessum og öðrum heimildum krist-
innar trúar, sé helvítið aðaluppistaðan og öllum sé þangað
vísað, einkum þeim, sem aldrei hafa átt þess kost að heyra
Krist nefndan, þá er rétt gagnvart þeim lesendum, sem