Prestafélagsritið - 01.01.1920, Blaðsíða 7
2
Jón Helgason:
Prestafélagsritið.
um, svo sem nafn eins þeirra manna, sem vér teljum
höfuðprýði þjóðar vorrar.
Pað er ekki staða hans í þjóðfélaginu, sem hefir áunnið
honum það frægðarorð. Vafalaust hefir hann í biskups-
dómi verið atkvæðamaður. En í þeirri stöðu höfum vér
átt menn, sem vafalitið voru honurn fremri og hafa mark-
að stærri spor í sögu kirkju vorrar en hann. Þar er Guð-
brandur Þorláksson, þar er Brynjólfur Sveinsson og þar
er Jón Árnason honum fremri, að ógleymdum ágætis-
mönnum í katólskum sið, eins og þeim feðgum ísleifi og
Gissuri, Jóni Ögmundssyni, Þorláki helga og jafnvel
Brandi Sæmundssyni. Þess er þá líka að minnast, hvernig
tímarnir voru, sem Vídalín lifði á. Það voru einhverjir
hinir erfiðustu tímar, sem liðið hafa yfir land vort, sann-
nefndir eymdatimar, þar sem hver plágan svo að segja
rekur aðra. Fyrstu biskupsár Jóns voru að árferði til rétt
hvort öðru verra: vetrarhörkur, með óvenju löngum inni-
stöðum, tóku höndum saman við hafis fram eftir öllu
sumri, gróðurleysi og slæma nýtingu, svo að peningur
féll, bæði fé og hross, og jafnvel kýr. Einnig sjórinn brást,
svo að hvert fiskileysisárið rak annað. Á hverju ári dóu
fleiri og færri víðsvegar um land úr hungri. Einnig gengu
sóttir yfir landið og urðu því skæðari, sem viðnámsþrekið
varð minna hjá landsmönnum vegna sultarins og harð-
réttisins, sem þeir áttu við að búa. Þá var framknúð af
allri þessari eymd sú óöld af stuldum og ránskap hér á
landi, sem fá munu dæmi til í sögu vorri. Uppflosningar
reikuðu um sveitir og gerðu bændum, sem eitthvað megn-
uðu, þungar búsifjar. Þjóðin mátli heita keyrð á vonar-
völ, er 18. öldin gekk í garð, ómjúk á svipinn ekki síður
en systir hennar, er á undan var gengin. En það reyndist
hér sannmæli, að lengi getur vont versnað. Fví áður en
liðin voru 7 ár 18. aldarinnar kom bólan mikla og hafði
í för með sér, að þvi er talið er, þriðja mesta mann-
dauðann af sótt hér á landi siðan ísland hygðist. Meira
en fjórði hluti landsmanna (alt að 18 þús. manns) lézt