Prestafélagsritið - 01.01.1920, Blaðsíða 8
Prestafelagsritið.
Jón Vídalín.
3
úr sóttinni. í Skálholtsstifti einu dóu samtals 26 prestar
á sama missirinu og olli það biskupi mikillar áhyggju og
umsvifa; því að einnig prestaefni, þau er til voru, dóu
nálega öli, svo að ekki var til neins að taka, til að fylla í
skarðið, og fá presta í þessi mörgu köll, sem prestslaus
höfðu orðið.
Þá bætti ekki heldur stjórnarfarið innan lands úr. Mestan
hluta biskupsdóms Jóns Vídalíns var Muller amtmaður,
sá er frægastur er af Kríumálum, æðstur valdsmaður
innan lands, heimskur maður með afbrigðum og hroka-
fullur að sama skapi, eitthvert hið ónýtasta og óþarfasta
yfirvald, sem saga vor kann að nefna, skilningslaus með
öllu á þarfir landsmanna, brestandi hvorttveggja getuna
og viljann, til þess að láta gott af sér leiða í embætti.
Þeir áttu ekki skap saman amtmaður og biskup, og gerði
hann einatt biskupi, ekki síður en öðrum, erfiðleika með
heimsku sinni, ráðríki og þverhöfðaskap. þó versnaði um
allan helming, er bæði stiftamtmanns- og amtmannsverk
við burtför Múllers lentu í höndunum á Oddi lögmanni,
þvi að hans mesta áhugamál var í einu og öllu að gera
biskupi sem örðugast fyrir með flest það, er hann vildi
vinna kirkju og kristni til sannra þrifa í landinu. Og þótt
svo ætti að heita sem þeir færu báðir með veraldlegu
völdin í landinu, Oddur og Páll Beyer landfógeti, þá mátti
hinn síðar nefndi sín næsta lítils og varð skjótt að eins
verkfæri í hendi Odds, sem að réttu lagi réð einn fyrir
báða. En deilur þær, sem biskup Vídalín lenti í við Odd,
ollu honum mikillar skapraunar og gerðu honum allan
rekstur embættis sins margfalt erfiðari.
Þó verður hins vegar naumast hjá því komist að játa,
að einnig hér hafi sannast máltækið, að »veldur sjaldan
einn, þegar tveir deila«. Sökin hefir naumast verið öll hjá
andstæðingum biskups. Hann var sjálfur býsna stórbrot-
inn og ráðrikur og vildi sjaldan láta sinn hlut fyr en í
fulla hnefana. Mátti hann því að sumu leyti sjálfum sér
um kenna, hve illa samdist með honum og veraldlega