Prestafélagsritið - 01.01.1920, Síða 13
8
Jón Helgason:
Prestaíélagsritið.
prédikarans mikla, er fram á þennan dag stendur »einn i
andans túni« og höfði hærri en allir aðrir. Og þetta á því
Uka að vera umræðuefni mitt hér.
Hvað er það þá einkum, sem gerir Vídalín að þeim
mikla prédikara, já, höfuðprédikara sinna tíma? Um hann
má segja, að hjá honum fari saman það þrent, sem á
öllum tímum hefir verið talið megineinkenni kristins
kennimannaskörungs: Eldur og kraftur sannfæringarinn-
ar, skarpleiki og dýpt hugsunarinnar, logandi mælska
og andans fjör og flug.
Það fær ekki dulist, að hjarta hans logar af vandlæt-
ingu vegna drottins og lifandi áhuga á, að lesendur hans
eða heyrendur gefist guði, ekki að eins í orði, heldur í
allri sinni breytni. Skelfing syndarinnar og dýrð náðar-
innar eru þau tvö meginskaut, sem alt snýst um. Svo
mikil sem syndin er, þá yfirgnæfir þó ávalt náðin marg-
faldlega. Og þá er líka mannsins fyrsta og siðasta að
snúa baki við syndinni og höndla náðina. Jón Vídalín er
afturhvarfsprédikari af guðs náð. Enginn tekur honum
fram í því að útmála nauðsyn afturhvarfsins. Hann talar
þar af spámannlegum sannfæringarkrafti. Og enginn tekur
honum fram í því að lýsa bölvun syndalífsins í ýmsum
myndum þess, eða ófarsælum afleiðingum þess bæði þessa
heims og annars. Hvergi tekst honum betur upp í því
tilliti en í hinni miklu prédikun sinni á almenna bæna-
deginum, þar sem hann hefir að umtalsefni: »hvernig vér
eigum að leita guðs, sem vér svo margfaldlega stygt höf-
um«. Hann kemst þar vitanlega þegar inn á nauðsyn
afturhvarfsins sem meginskilyrðisins fyrir að finna guð,
komast í samfélag við hann og fá lækning. »Það er ekki
nóg, að hjarta vort klökkni fyrir guði um stundarsakir,
ef vér hverfum svo aftur til sömu syndar. Þá vill það
lítið gagna, þótt vér höfum auðmýkt oss fyrir guði. . . .
Eg segi ekki að maðurinn geti syndlaus lifað. Það er