Prestafélagsritið - 01.01.1920, Page 14
Prestafélagsritið.
Jón VídalÍD.
9
guðs eins að syudga ekki, en það er guðhrædds manns
að iðrast syndarinnar og ráða bót á henni«. En þótt
menn séu sannfærðir um það í hjarta sínu, að enginn
geti eignast eilíft líf nema sá, sem af hjarta iðrast synda
sinna og lætur af þeim, þá eru menn svo tregir til þessa
verks. Eins og ekkert liggi á. »Hver er sá er segi: það er
nógur tími til að verða ríkur? til að taka veizlur og virð-
ingar? til að reisa til gestaboðs? Segir ein jómfrú: það er
nógur tími til að giftast, ef henni býðst það ráð, sem
henni likar? Eða sá, hvers asni eður naut fellur í pytt,
að það sé nógur timi til að draga það upp? Eða ef eldur
kviknar í eins manns húsi, að það sé nógur tími til að
slökkva hann? En til þess að kveikja vora lampa, til að
fagna brúðgumanum Kristó, til að draga sjálfa oss upp
úr feni syndarinnar, til að slökkva bál girndanna . . . .
til þess köllum vér, að sé nógur timi, eins og vér hefðum
festibréf af guði upp á lífdagana. . . . «.
Þessar sömu meginhugsanir koma aftur og aftur fyrir i
prédikununum, en hann talar ekki að eins um syndina al-
ment, heldur tekur hann og til meðferðar hinar einstöku
syndir mannanna, þær sem algengastar eru og flettir ofan
af þeim. Hann átelur hinn ö/undsjúka, sem »etur sitt eigið
hjarta«; hinn bakmálga sem »fiskar á annara ávirðingum«,
Iggarann, sem »spinnur silt verk af sinum eigin iðrum«,
hinn fláráða, sem »grefur eina gröf til að steypa hinum
einfalda í«, hinn talhlýðna, sem »ekki getur hjá því sneitt
að verða allra þeirra narri sem að honum ljúga«. Heil
prédikun (á 3. í jólum) er um forvitnina, sérstaklega á að
vita hvað um mann »sé talað og ráðslagað«. En »slikt er
stór þrældómur og fávísleg orðsýki, því að svoddan mann
skal aldrei vanta einn hræsnara, einn lygara, þann er beri
i eyru hans lognar sögur, róg og bakmæli«. En alt slíkt
aflar manninum meiri órósemi í hjartanu en varygðar
og framsýni. »Er þúsund sinnum betra að verja þeim
tíma, sem menn brúka til hégómlegrar forvitni og til að
'vita hvað hver herkerling um hann talar, til kostgæfi-