Prestafélagsritið - 01.01.1920, Síða 15
10
Jón Helgason:
Prestafclagsritið.
legrar ástundunar í sínu kalli og embætti. Hitt mætti —
segir hann — æra ekki aðeins óslöðugan, heldur og þann,
sem annars ráðsettur væri, þar veröldin er full af hrekk-
vísi, ótrú og óþakklæti, og er enginn vísdómur lakari,
engin heimska heimskari en sú að vilja alt þetta vita«. í
prédikun á 3. sd. í aðventu prédikar hann um »þá fá-
tæku er hér (o: í guðspjallinu) nefnast« (sbr. »og fátækum
verður boðað fagnaðarerindi«). Þar segir hann, að fátækt
og armóður eigi betur við guðs evangelíum en mikill
rikdómur. En jafnframt neitar hann því sem fjarstæðu, að
»allir þeir, er ríkir séu, verði útilokaðir frá evangelió, en
hinir allir innteknir«. Og eins og dæmin sýni, að ekki
verði allir ríkir guðs náð fráskildir, svo verði og ekki
heldur allir fátækir hennar hluttakandi. »Jesús læknaði
ekki alla halta eður hlinda, svo hefir hann ekki heldur
gert alla fátæka sáluhólpna, jafnvel þótt hann fyrir alla
liðið hafi. Fjarri sé því að fátæktin kunni nokkrum að
afreka himnaríki, fyrir sjálfa sig«. Hið sanna í þessu sam-
bandi er, að guð þekkir aðeins eitt skilyrði sáluhjálpar-
innar, að menn geri hans vilja. Á öllum þeim, er það
gera, hefir hann velþóknun hvernig sem högum þeirra
annars er háttað. »Guð telur ekki peninga þina kristinn
maður, heldur mælir hann þitt hugarfar«. »Ölmusugerðir
Kornelíusar voru guði eins þekkar og smápeningar ekkj-
unnar, sem þó lagði meira í guðskistuna af sínum fátækdómi
en allir hinir ríku«. Agúr rataði rétta braut, er hann bað:
»Ger mig hvorki fátækan né ríkan, en lát mig hafa mitt
afskamtað uppeldi«. Á 1. sd. í föstu lýkur Vídalín ræðu
sinni með ádrepu um ágirndina og metorðagirndina. Til-
efnið er síðasta freistingartilraunin af hálfu Satans, er hann
býður Jesú »öll ríki veraldarinnar og þeirra dýrð«, ef
hann vilji falla fram og tilbiðja sig. »Hér var mikið í
boði, elskuleg guðsbörn«, — segir Vídalín — »og er það mála
sannast, að margur hefur lotið andskotanum fyrir minna«.
Og þetta sannar hann með dæmum: »Minna var það, sem
Balaam vann til þess að formæla ísrael. Minni var gull-