Prestafélagsritið - 01.01.1920, Síða 17
12
Jón Helgason:
Prestafélagsritiö.
gullsöðul á hann, og svo verður einn dári aldrei vís,
hvernig sem hann málar sig að utan. Þessi ósiður fer
mjög í vöxt i landi voru smám saman nú nokkur ár.
Ambáttin vill eins klædd vera og húsmóðirin, þénarinn
eins og herrann, sonurinn betur en hans gamli faðir. For-
megunin, mannskapurinn og vísdómurinn er í burtu úr
landinu, en búningur og klæðasnið eflist daglega: Einn
skóladrengur kostar öllu til þess að fá vænan kjól, en að
kaupa sér eina bók, hvar af hann nokkuð gott megi læra,
þar hirðir hann ekki um«. Um »hinn ríka purpuragikk«
hermir guðspjallið, að liann hafi pelli klæddur verið. »Um
þvílíkan vefnað segir Plinius, að hann brenni ekki í eld-
inum, því voru lík konunganna sveipuð þar í á hinni
gömlu brennu-öld, að ei blandaðist þeirra aska með viðar-
öskunni. Megi ég skemta um hinn óskemtilegasta hlut þá
vildi ég segja, að þessi dári hefði gert víslega, hefði hann
tekið nokkuð af þessum dýra vefnaði með sér til helvítis,
hefði það mátt hlifa honum fyrir loganum, sem hann
kvaldist í. En englarnir voru fúsari til að bera Lazari sál
í Abrahams skaut, heldur en djöflarnir til að færa hans
pell og purpura og alt annað oflæti með honum«.
Aldrei tekst þó Vídalín betur upp en í »reiðilestrinum«.
fræga, prédikuninni á sunnudag milli nýárs og þrettánda,
þar sem hann út af barnamorðinu í Betlehem tekur sér
að umtalsefni hvað skaðlegur og dárlegur löstur reiðin sé
og hvernig vér eigum að stilla hana. Er það ef til vill
hin kjarnyrtasta og jafnvel á köflum harðorðasta prédikun,
sem flutt hefir verið á íslenzka tungu, nema hvað ef til
vill prédikun hans »um Iagaréttinn«, sem ekki er prentuð
í postillunni, kann að taka henni fram í þessu tilliti. Að
Vídalín hefir mætt reiðinni á lífsleið sinni, sýnir bezt
þessi l}7sing hans á áhrifum reiðinnar á manninn hið
ytra: »Hún afmyndar alla mannsins limi og liði, hún
kveykir bál í augunum, hún hleypir blóði í nasirnar,
bólgu í kinnarnar, æði og stjórnleysi í tunguna, deyfu
fyrir eyrun, hún lætur manninn gnísta með tönnunum,