Prestafélagsritið - 01.01.1920, Page 22
Prestafélagsritið.
Jón Vídalín.
17
einni bók til að gera afsökun sína, gætandi ekki mjög
smásmuglega að hvort það gagnaði að tala á þeirri tið
eða i þeim söfnuði, sem honum er á hendur falinn«. Og
ennfremur segir hann: »Eg vil ei fá mér til orða hversu
að margur leiguliði er ragur í því að stralTa ódygðir og
glæpi hjá þeim, sem eru nokkurs máls metandi; ein mál-
tíð matar, einn bikar áfengs drykkjar, eitt hundraðs virði
eður minna á stundum, þvær af allar syndir hins guð-
lausa hjá þeim sem svo eru lyndir, launandi svo skamm-
arlega sínum velgerðarmönnum, að þeir pretta þá um
gagn sálar sinnar og þann mesta velgerning, er þeir kynnu
þeim aftur að sýna, sem er að segja þeim til synda sinna.
. . . Mun ekki fjandmaðurinn hlægja að þessu nær guðs
þénarar draga hans [Satans] plóg svo kappsamlega og
finna, að það megi um vorar tíðir segja, er drottinn sagði
forðum um hirðana í Júda: »Allir þeirra vökumenn eru
blindir og vita alls ekkert, mállausir hundar eru þeir og
kunna ekki að gelta; þeir eru latir, liggja og sofa gjarna«
(Esaj. 56). Enn segir Vídalín (í préd. á Jónsmessu) um
kenningu prestanna: »Svo kalla og þessir guðs orð, hvað
sem þeir rugla, ef munnurinn að eins freyðir eins og á
skeiðmæddum hesti. Refarnir eru soltnir í eyðimörkinni;
svo ráfa og nokkrir kennendur um þurra staði og finna
ekki hvar með þeir kunni sitt eður annara líf að næra.
Þeir snýkja út úr óþörfum og fávísum bókum, það sem
engum er til nota, skröksögur, heimskulegar samlíkingar,
og rangar útleggingar á stundum til að tefja af tímanum,
svo það verður ei varið að menn mega heyra þær sumar
prédikanir, af liverjum enginn er nokkru nær í sínu sálu-
hjálpar-verki«. — —
Að Vídalín hafi verið vel heima í trúarfræðum og kenn-
ingakerfum kirkju sinnar, er sízt að efa, enda Iifir hann
á þeim tímum, sem mikil áherzla var á það lögð, að
kennimenn safnaðanna væru í fullri samhljóðan við kirkj-
unnar kenningu. Vídalín heyrir i því efni algerlega rétt-
trúartímabilinu til. En þvi eftirtektarverðara er, hve prje-
Prestafclagsritið. 2