Prestafélagsritið - 01.01.1920, Blaðsíða 25
20 Jón Helgason: Prestafélagsritið.
hann hlaut að líða eins og hann leið. Á svo guðlausu
verki sem það var að lífláta drottin dýrðarinnar, varð
jafnvel náttúran að lýsa vanþóknun sinni og »sampínast
sínum skapara«. Um friðþæginguna er aftur á móti ekki
talað beint í þessari prédikun. — Um þýðing skírnar-
innar er aftur og aftur talað, t. d. bæði á sunnudag í
föstuinngang og á 20. sd. e. trín., og um kveldmáltíðina
(þ. e. kristilegan undirbúning hennar) talar hann ýtarlega
í skírdagsprédikuninni. En um bæði sakramentin talar
hann á þá leið, að megináherzlan er þar lögð á það
hvaða blessun þau ftytji oss, en lítið reynt að gera grein
þess, livað þau séu í eðli sínu. t*ó má af nmmælum Vída-
líns í prédikun á 18. sd. e. trín. ráða nokkuð um skoð-
un lians á leyndardómi kveldmáltíðarinnar. t*ar segir svo:
»Það er mér ekki lítil huggun, að það saina hold og blóð,
sem situr á guðs hægri hönd, það meðtek ég í heilögu
altarisins sakrainenti til styrkingar um kvittun synda
minna, því að í þeim líkama, sem brotinn var á kross-
inum og i því blóði, er þar var úthelt, í því sama byggir
öll fylling guðdómsins likamlega, svo þegar ég meðtek
líkama og blóð mannsins, þá mcðtek ég sjálfan guð, á
móti hverjum ég syndgað hefi«. Hér er hreinum lútersk-
um rétttrúnaði haldið fram afdráttarlaust. Alt hið sama
er að segja um skoðun lians á skirninni, eins og hún
birtist í prédikuninni á sd. i föstuinngang. Þar minnist
hann líka á afdrif barna, er óskírð deyja, sem löngum hefir
verið trúuðu fólki erfilt viðfangs. Hann tekur þar fratn,
að ekki láti hann sér til hugar koma, að »smábörnin,
sem annaðhvort í móðurlífi burtkallast eða deyja strax
eftir það þau borin eru í heiminn, eður hindrast á ein-
hvern hátt frá skírnarinnar blessun, að þau muni ekki
eilífs lífs erfingjar verða«. Hann fylgir í því efni hinum
inikla trúfræðing rétttrúnaðarins, Jóhanni Gerhard, að
»foröktun skírnarinnar, en ekki hennar brestur, fordæmi
synduga menn«, en um slíkt gæti ekki verið að ræða hjá
hvítvoðungum, því að »sá kunni ekki að forakta, sem