Prestafélagsritið - 01.01.1920, Page 29
24
Jón Helgason:
Prestafélagsritið.
sá Kristur, sem eftir að hafa verið frá eilífð i skauti föð-
ursins iklæddist mynd lægingar vorrar, en er nú kross-
festur, dáinn og upprisinn, hafinn til dýrðar við guðs
hægri hönd. Maðurinn Jesús Kristur kemur þar miklu
minna við sögu en hin guðdómlega tignarvera, sem var
frá eilífð samjafn guði föður og verður til eilífðar. Það
er þannig miklu fremur Krists-mynd Páls postula og Jó-
hannesarguðspjalls, en samstofna guðspjallanna, sem við
oss blasir hjá Vídalín. Því verður það næsta skiljanlegt,
að Vídalín er miklu tamara að setja mönnum fyrir sjónir
dæmi heilagra guðsmanna gamla og nýja testamentisins,
en beint dæmi Jesú Krists sjálfs. Það er eins og honum
finnist djúpið, sem staðfest er milli hans og þeirra, of stórt
tii þess, að það geti legið næst við að benda á hann,
alheilagan og syndlausan guðssoninn. En fyrir því leggur
Vídalín megináherzlu á guðlega tign og guðlegan uppruna
Jesú Krists, að hann vill með því gefa oss skilning á
óumræðilegum kærleika guðs, er leggur jafnmikið í söl-
urnar fyrir oss, og þá um leið á óviðjafnanlegri tign þess
hjálpræðis, sem Kristur hefir oss afrekað. Það hins vegar
ætti að gera mönnunum skiljanlegt hvílíka ábyrgð þeir
baka sér, jafn dýru verði ke}rptir og þeir eru, með því að
hafna slíku hjálpræði, — vísa því frá sér með vanheilagri
breytni sinni. Því að ávalt er það fyrst og fremst í breytn-
inni, sem honum þykir heyrendum sinum og lesendum
áfátt vera. Það sem hann sakar þá um, er venjulegast
guðlaust liferni, syndsamleg breytni þeirra, en sjaldnast
vantrú. Meira að segja gefur hann trú þeirra aftur og
aftur góðan vitnisburð. Pannig lætur hans þess getið í
inngangi jóladagsprédikunarinnar, að þótt ekki verði góð-
um guði fullþakkað fyrir, að »enginn sé á meðal vor sem
efist um guðdóminn Kristi né hans holdtekju«, þá vilji
hann samt eftir bendingu textans hugleiða það, að guð
sé maður orðinn. Og í ræðulok tekur hann það fram, að
hann hafi þar ekki vitnað fyrir þeim »að Jesús sé guð
eilífur, almáttugur, alls heiðurs maklegur og föðurnum að