Prestafélagsritið - 01.01.1920, Side 30
Prestafélagsritið.
Jón Vídalin.
25
öllu jafn eftir guðdóminum«, af því að hann álíti þörf á
»nokkrum í þessum söfnuði að telja trú hér um, því það
játi allir með hjarta og munni«. í prédikun á 8. sd. e. trin.
út af falsspámönnunum lætur hann svo ummælt, að vér
»fáum það guði aldrei fullþakkað, að vér ekki höfum átt
af slíkum mönnum að segja; þvi að enginn sé sá er leitist
við að spilla réttri trú í landi voru«. það sé stór velgern-
ingur drottins, að hann hefir unt oss að »verka sáluhjálp
vora í hjartans einfaldleik« og fyrir því hirðir hann ekki
að orðlengja frekar um falsspámennina!
Vitanlega fær það ekki dulist, að það trúarhugtak, sem
fyrir Vídalín vakir á þessum og þvílíkum stöðum, er ekki
sú »fides religiosa« — sú hjartans trú, sem manninn
hólpinn gerir, enda skín það fram af öllu hans tali, að
hann álítur kristindómi landa sinna ærið áfátt í því tilliti.
Hann heldur fast fram »réttlætingu af trúnni«, en honum
dettur sízt í hug, að nokkur réttlætist fyrir guði með því
einu að samsinna kristilegum kennisetningum eða sögu-
legum, biblíulegum staðreyndum. Hið barnslega traust á
guði er og verður ávalt það meginatriði, sem alt er undir
komið — jafnnauðsynlegt að öðru leytinu eins og iðrunin
er að hinu, því að vitanlega verður þetta tvent ávalt að
haldast í hendur. í prédikun á 19. sd. e. trin., verður fyrir
oss svolátandi ágætur samanburður á trúnni og iðruninni:
»Með trúnni fórnfæra menn guði sínum vitsmunum og
gefa sína skilningu fangna undir hennar hlýðni; með iðr-
uninni ofi'ra menn viljanum, að hann sé guðs boði undir-
gefinn. Trúin gerir oss að guðs lærisveinum, iðrunin að
hans þjónum. Trúin upplýsir vor hjörtu í skilningi vorrar
sáluhjálparefna, en iðrunin, ef hún er alvarleg, þrýstir oss
til að gera guðs vilja og alla skyldu kristins manns«. En
svo mikla áherzlu sem Vídalín leggur á trúna sem sálu-
hjálparskilyrði, og nauðsyn þess, að hún sé sem traustust
og óbifanlegust, þá slær hann þó ekki hendi við hinni
veilcu. trii. í þessari sömu prédikun kemst hann inn á það
efni í sambandi við bæn hins trúarveika föður: »Eg trúi,