Prestafélagsritið - 01.01.1920, Side 32
Prestafclagsritið,
Jón Vídalín.
27
málvenjur og orðatiltæki hans virðast bera þess ótvíræðan
vott, að hann hafi verið þeim kunnugur vel. Á nokkrum
stöðum vitnar hann i íslenzkan kveðskap, þó einkum í
sálma Hallgríms. Þó tilfærir hann þá aldrei nefnandi nafn
hans, heldur að eins með ummælunum »skáldið segir«.
Hefir honum þótt Hallgrímur Pétursson of nærri sér í tíman-
um, til þess að láta nafns hans getið á prédikunarstólnum.
Lengi hefir verið í minnum höfð með þjóð vorri mœlskan
og kraflurinn hjá meistara Jóni, enda orkar sízt tvímælis,
að i þeirri grein hafi liann verið höfði hærri en allir þeir,
er mælt hafa á íslenzka tungu. Vídalín er »Jón gull-
munnur« (Krýsostómus) íslenzkrar kristni. Mælska hans
á ekkert skylt við orðaglamur og orðaprjál. Hún er ekki
lærð, heldur meðfædd, — eins og sjá má af mörgum til-
vitnununum í prédikanir hans hér á undan. Orðin fljúga
af vörum hans eins og hugsunin þarf þeirra með, full
anda og kraftar. Hver hugsunin rekur aðra í eðlilegri röð;
þær fæðast hver af annari. Rökvísi hans bregzt aldrei og
rökfimi hans er einatt dásamleg. Hið fjöruga ímyndunar-
afl er sívakandi. Menn hafa naumast dottað undir prédik-
unum hans. Hin lifandi og kröftuga ræða hans er ein-
att hverju tvíeggjuðu sverði beittari, enda má gera ráð
fyrir, að hann stundum sneiði andstæðingum sínum. Skil
ég það vel, að einhverjum hafi hitnað í brjósti i Þing-
vallakirkju undir refsilestri eins og prédikuninni »um
lagaréttinn« og þótst þurfa að komast undir bert loft.
Samlíkingar hans, stundum jafnvel svo hnittilega orðaðar,
að vel vakandi áheyrendur hafa hlotið að brosa (sbr.
»purpuragikkinn« hér að framan!), myndirnar, sem hann
dregur upp til skýringar og áherðingar, dæmin, sem
hann tilfærir máli sínu til sönnunar — alt kemur þetta
svo eðlilega og óþvingað fram í ræðu hans, eins og fætt
í huga hans á sama augnabliki. Það flýgur af vörum
hans án þess að maður fái grun um, að ræðumaðurinn
sé sér vitandi frábærrar málsnildar sinnar eða hafi beint
ætlað sér að sýna hana. Mælska hans er merkilega yfir-