Prestafélagsritið - 01.01.1920, Qupperneq 34
Preslafélagsritið.
Jón Vídalín.
29
ætti ekki að verða alt of stór. Ofurlítið sýnishorn slíkra
gullkorna get ég ekki stilt mig um að setja hér — rétt
til smekks:
»Þegar skýin hafa sólina byrgt nokkra stund, þá skín
hún hvað fegurst«.
»Sólin er ekki birta, en þó gefur hún birtuna frá sér.
Eplið er ekki eik, og þó ber eikin eplið. Trúin er ekki
heldur verk, en þó er hún aldrei án verkanna«.
»Varla vitum vér hvort vér rétttrúaðir erum fyr en 1
mannraununum. t*að orkar ekki á hreysti kappans fyr en
á hólminum«.
»Eigi vita menn hve forsjáll stýrimaðurinn er nema í
ólgusjónum, og eigi hve dyggur hirðirinn er fyr en hann
sér úlfinn koma«.
»Sá skal aldrei huggaður verða, sem harmaði ekki. Má
sá nokkur sigri hrósa, sem aldrei barðist?«
»Guð kann ekki að afþerra þau tárin í öðru lífi, sem
aldrei var úthelt í þessu«.
»Ekki hylur farfi klæðanna lýti líkamans, eigi lieldur
úlibyrgir hann frost og hita, heldur fatið, sem að lýtin
byrgir. Svo gera og verkin engan réttlátan, heldur trúin,
sem því veldur, að vort ljós lýsir öðrum mönnum, svo
þeir sjá vor góðverk og dýrka vorn föður, sem á himn-
um er«.
»Einn góður maður ætlar sjaldan öðrum ilt og sjaldan
ætlar sá góðs af öðrum, sem er vondur sjálfur«.
»Virðingin eltir þann sem hana flýr og flýr fyrir þeim
sem hana eltir, ef ei annarsstaðar, þá hjá guði«.
»ísinn brennir ekki, af því hann er kaldur, og vatnið
rennur ei fram þá það er stíflað, — svo hefir og sá ekkert
hrós hjá guði, sem af náttúrunni er siðsamur«.
»Sá sem daglega frestar iðruninni, hann er eins og sá
skuldunautur, er gefur jafnan góð orð, en betalar aldrei«.
»Sá sem til láns tekur meira en liann fær goldið, hann
hefir frelsið selt og er þræll hins, sem hann skuldar«.