Prestafélagsritið - 01.01.1920, Síða 36
Prestafélagsritið.
Jón Vídalín.
31
því sízt neitað, að Vidalín er þetta oft og einatt. Því ber
ekki að mótmæla, að hann verður oft stórgerðari i tali en
vel lætur i eyrum vorra tíma manna, einkum þegar hann
talar um illskunnar höfðingja og bústað hans. En þess
ber þá líka að minnast, að tímarnir, sem Vídalín lifði á,
voru aðrir og menn þá sízt svo lingerðir og viðkvæmir
sem nú eru menn alment, auk þess sem menn hér stóðu
þá á mjög lágu siðferðisstigi, en, sem kunnugt er, þarf
sterka lút á krefðukoll, ef duga skal. t*ar við bælist svo
vitanlega einnig, hve stórbrolinn meistari Jón var að
skapferli í aðra röndina. En þar er sízt Vídalín allur.
Sá þekkir hann ekki, sem að eins hefir kynt sér þá hlið-
ina á honum, sem stórgerðust er. —
Saga Jóns biskups Vídalíns má enn þá heita óskrifuð,
eins og hana þyrfti að skrifa, og eins og slíkur afburða-
maður og andans stórmenni ætti heimtingu á. Svo hefir
oss íslendingum, sögu-þjóðinni, farist við alt of marga
vorra ágætustu manna. Mér finst það nærri því grátlega
öfugt, að um Odd lögmann skuli hafa verið rituð heil
bók, en engin um Jón Vidalín, engin, er sýni börnum ís-
lands, bæði fæddum og ófæddum, hver ágætismaður hann
var og liver höfuðprýði þjóðar vorrar. Honum hefir aldrei
verið annar minnisvarði reistur, en sá er hann hefir reist
sér sjálfur. Hann er að vísu óbrotgjarn eða ætti að vera,
en hilt er ekki vansalaust, og ber sízt vott um ræktarsemi
né skilning á hvilika þakkarskuld vér eigum honum að
gjalda.
A þessu þyrfti að verða breyting hið bráðasta. Og eng-
um ælli að vera skyldara en oss prestum, að vinna að
slíku, þar sem um aðra eins höfuðprýði stéttar vorrar er
að ræða. En hið fyrsta, sem vér eigum að gera og minn-
ing hans af oss heimtar, er, að kynnast manninum sem
bezt af verkum hans. Jóns-bók ætli ekki að vanta í bóka-
hyllu eins einasta prests. Og meira en það, hver einasti